21. ágúst, 2024
Fréttir

Nú fer haustið í hönd og skólasetning hjá grunnskólum Borgarbyggðar er handan við hornið. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 22. ágúst.

Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi fer fram kl. 10:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólabílar munu aka til og frá skólanum.

Hjá Grunnskóla Borgarfjarðar verður skólasetningin kl. 9:30 á Hvanneyri, kl. 11:00 á Kleppjárnsreykjum, og kl. 14:00 á Varmalandi. Foreldrar mæta með börnum sínum og fara að lokinni athöfn með umsjónarkennurum inn í skólastofur.

Kennsla í báðum skólum hefst síðan á föstudaginn samkvæmt stundaskrá.

 

Tengdar fréttir

18. september, 2025
Fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

18. september, 2025
Fréttir

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …