26. október, 2023
Fréttir

Aldan var með skemmtilega dagskrá í sumar í samstarfi við Símenntun Vesturlands.

Ákveðið var að fara í þrjú ferðalög. Í byrjun sumars var farið á Akranes að skoða vitann og í Guðlaugu á Langasandi. Ferðin endaði síðan með grilli í Garðalundi. Þá næst var stefnan tekin á Dalina, nánar tiltekið á Erpsstaði að skoða fjósið og smakka ís. Þá var einnig farið í dýragarðinn á Hólum og fékk hópurinn súpu á Vínlandssetrinu í Búðardal. Síðasta ferðin var svo farin núna í upphafi ágústmánaðar. Þá fór hópurinn á Snæfellsnesið, að skoða Vatnshelli og rölta um á Djúpalónssandi.

Ferðirnar voru mjög vel heppnaðar og segja má að hópurinn hafi skemmti sér vel. Þess má einnig geta að Aldan hélt utan um sumardagskrá fyrir þá einstaklinga sem vildu fara í sérferðir. Gátu þeir sem vildu óskað eftir akstur og starfsmann með sér í skemmtilega afþreyingu í sumarfríinu sínu. Það var meðal annars farið í skoðunarferðir til Reykjavíkur, Akraness, í Stykkishólm og um sveitirnar í Borgarbyggð.

Tengdar fréttir

16. september, 2025
Fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir

Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

16. september, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof