26. október, 2023
Fréttir

Aldan var með skemmtilega dagskrá í sumar í samstarfi við Símenntun Vesturlands.

Ákveðið var að fara í þrjú ferðalög. Í byrjun sumars var farið á Akranes að skoða vitann og í Guðlaugu á Langasandi. Ferðin endaði síðan með grilli í Garðalundi. Þá næst var stefnan tekin á Dalina, nánar tiltekið á Erpsstaði að skoða fjósið og smakka ís. Þá var einnig farið í dýragarðinn á Hólum og fékk hópurinn súpu á Vínlandssetrinu í Búðardal. Síðasta ferðin var svo farin núna í upphafi ágústmánaðar. Þá fór hópurinn á Snæfellsnesið, að skoða Vatnshelli og rölta um á Djúpalónssandi.

Ferðirnar voru mjög vel heppnaðar og segja má að hópurinn hafi skemmti sér vel. Þess má einnig geta að Aldan hélt utan um sumardagskrá fyrir þá einstaklinga sem vildu fara í sérferðir. Gátu þeir sem vildu óskað eftir akstur og starfsmann með sér í skemmtilega afþreyingu í sumarfríinu sínu. Það var meðal annars farið í skoðunarferðir til Reykjavíkur, Akraness, í Stykkishólm og um sveitirnar í Borgarbyggð.

Tengdar fréttir

20. október, 2025
Fréttir

Rafmagnsleysi Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust verður í hluta Kleppjárnsreykja þann 20.10.2025 frá kl 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

16. október, 2025
Fréttir

Starfamessa 2025

Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt  fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst  …