
Aldan var með skemmtilega dagskrá í sumar í samstarfi við Símenntun Vesturlands.
Ákveðið var að fara í þrjú ferðalög. Í byrjun sumars var farið á Akranes að skoða vitann og í Guðlaugu á Langasandi. Ferðin endaði síðan með grilli í Garðalundi. Þá næst var stefnan tekin á Dalina, nánar tiltekið á Erpsstaði að skoða fjósið og smakka ís. Þá var einnig farið í dýragarðinn á Hólum og fékk hópurinn súpu á Vínlandssetrinu í Búðardal. Síðasta ferðin var svo farin núna í upphafi ágústmánaðar. Þá fór hópurinn á Snæfellsnesið, að skoða Vatnshelli og rölta um á Djúpalónssandi.
Ferðirnar voru mjög vel heppnaðar og segja má að hópurinn hafi skemmti sér vel. Þess má einnig geta að Aldan hélt utan um sumardagskrá fyrir þá einstaklinga sem vildu fara í sérferðir. Gátu þeir sem vildu óskað eftir akstur og starfsmann með sér í skemmtilega afþreyingu í sumarfríinu sínu. Það var meðal annars farið í skoðunarferðir til Reykjavíkur, Akraness, í Stykkishólm og um sveitirnar í Borgarbyggð.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …