Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru uppi um að kaupa trébása sem gætu nýst í tengslum við ýmsa viðburði allt árið.
Slökkvilið Borgarbyggðar hefur spilað lykilhlutverk í að láta þetta tilraunverkefni verða að veruleika og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir afar gott samstarf og mikla vinnu.
Rétt er að minna á að allir eru á eigin ábyrgð á svellinu og mikilvægt að klæða sig vel og nota hjálm. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum í garðinn, setja kakó á brúsa og njóta samverunnar.
Gert er ráð fyrir að svellið verði tilbúið á morgun 23. desember.
Góða skemmtun og gleðileg jól.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut
Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

Aldan lokuð 28. nóvember
Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!