22. desember, 2023
Fréttir

Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru uppi um að kaupa trébása sem gætu nýst í tengslum við ýmsa viðburði allt árið.

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur spilað lykilhlutverk í að láta þetta tilraunverkefni verða að veruleika og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir afar gott samstarf og mikla vinnu.

Rétt er að minna á að allir eru á eigin ábyrgð á svellinu og mikilvægt að klæða sig vel og nota hjálm. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum í garðinn, setja kakó á brúsa og njóta samverunnar.

Gert er ráð fyrir að svellið verði tilbúið á morgun 23. desember.

Góða skemmtun og gleðileg jól.

Tengdar fréttir

16. apríl, 2025
Fréttir

Gleðilega páska

Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

15. apríl, 2025
Fréttir

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …