22. desember, 2023
Fréttir

Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru uppi um að kaupa trébása sem gætu nýst í tengslum við ýmsa viðburði allt árið.

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur spilað lykilhlutverk í að láta þetta tilraunverkefni verða að veruleika og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir afar gott samstarf og mikla vinnu.

Rétt er að minna á að allir eru á eigin ábyrgð á svellinu og mikilvægt að klæða sig vel og nota hjálm. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum í garðinn, setja kakó á brúsa og njóta samverunnar.

Gert er ráð fyrir að svellið verði tilbúið á morgun 23. desember.

Góða skemmtun og gleðileg jól.

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.