22. desember, 2023
Fréttir

Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru uppi um að kaupa trébása sem gætu nýst í tengslum við ýmsa viðburði allt árið.

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur spilað lykilhlutverk í að láta þetta tilraunverkefni verða að veruleika og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir afar gott samstarf og mikla vinnu.

Rétt er að minna á að allir eru á eigin ábyrgð á svellinu og mikilvægt að klæða sig vel og nota hjálm. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum í garðinn, setja kakó á brúsa og njóta samverunnar.

Gert er ráð fyrir að svellið verði tilbúið á morgun 23. desember.

Góða skemmtun og gleðileg jól.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.