Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru uppi um að kaupa trébása sem gætu nýst í tengslum við ýmsa viðburði allt árið.
Slökkvilið Borgarbyggðar hefur spilað lykilhlutverk í að láta þetta tilraunverkefni verða að veruleika og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir afar gott samstarf og mikla vinnu.
Rétt er að minna á að allir eru á eigin ábyrgð á svellinu og mikilvægt að klæða sig vel og nota hjálm. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum í garðinn, setja kakó á brúsa og njóta samverunnar.
Gert er ráð fyrir að svellið verði tilbúið á morgun 23. desember.
Góða skemmtun og gleðileg jól.
Tengdar fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem skara fram úr í umhirðu og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. Einnig voru afhentar samfélagsviðurkenningar og sérstök ný viðurkenning. Sigrún Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, veitti viðurkenningar fyrir hönd nefnarinnar. Verðlaunin endurspegla mikla samfélagsvitund og virðingu fyrir umhverfinu í Borgarbyggð og eru hvatning til íbúa og fyrirtækja til áframhaldandi …