
Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru uppi um að kaupa trébása sem gætu nýst í tengslum við ýmsa viðburði allt árið.
Slökkvilið Borgarbyggðar hefur spilað lykilhlutverk í að láta þetta tilraunverkefni verða að veruleika og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir afar gott samstarf og mikla vinnu.
Rétt er að minna á að allir eru á eigin ábyrgð á svellinu og mikilvægt að klæða sig vel og nota hjálm. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum í garðinn, setja kakó á brúsa og njóta samverunnar.
Gert er ráð fyrir að svellið verði tilbúið á morgun 23. desember.
Góða skemmtun og gleðileg jól.
Tengdar fréttir

Starfamessa 2025
Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst …

Leikskólabörn heimsækja ráðhúsið
Ráðhúsið fékk skemmtilega heimsókn frá flottum hópi barna úr leikskólanum Ugluklett í gær. En heimsókn þessi er hluti af verkefni þar sem þau brjóta upp daglegt starf og heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Heimsóknin nýttist til að sýna þeim frá daglegu starfi í ráðhúsinu en fyrst og fremst að eiga við þau samtal og heyra þeirra skoðanir, sem þóttu sterkar og …