7. desember, 2023
Fréttir

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning.

Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið?
  • Hefur hátíðin sérstöðu?
  • Fagleg hæfni umsækjenda og fyrri reynsla.
  • Tenging hátíðar við menningarlíf í Borgarbyggð.
  • Gæði, vinnsla og framsetning umsóknar.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á www.borgarbyggd.is .

Umskóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …