7. desember, 2023
Fréttir

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning.

Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið?
  • Hefur hátíðin sérstöðu?
  • Fagleg hæfni umsækjenda og fyrri reynsla.
  • Tenging hátíðar við menningarlíf í Borgarbyggð.
  • Gæði, vinnsla og framsetning umsóknar.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á www.borgarbyggd.is .

Umskóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024

Tengdar fréttir

7. júlí, 2025
Fréttir

Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð

Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …

7. júlí, 2025
Fréttir

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …