Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning.
Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar:
- Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið?
- Hefur hátíðin sérstöðu?
- Fagleg hæfni umsækjenda og fyrri reynsla.
- Tenging hátíðar við menningarlíf í Borgarbyggð.
- Gæði, vinnsla og framsetning umsóknar.
Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á www.borgarbyggd.is .
Umskóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024
Tengdar fréttir

Opið hús í Varmalandi
Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.

Vegur inn í Einkunnir áfram lokaður að hluta
Framkvæmdir við Einkunnir halda áfram, 27. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá afleggjara við sánugusu að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og geta vegfarendur átt von á að koma að lokuðum vegi, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því …