7. desember, 2023
Fréttir

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning.

Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið?
  • Hefur hátíðin sérstöðu?
  • Fagleg hæfni umsækjenda og fyrri reynsla.
  • Tenging hátíðar við menningarlíf í Borgarbyggð.
  • Gæði, vinnsla og framsetning umsóknar.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á www.borgarbyggd.is .

Umskóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …