8. apríl, 2025
Fréttir

Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland.

Verðlaun!
Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni fær sérstakt viðurkenningarskjal! Geggjað stuð og skapandi snilld!

Sóknaráætlun Vesturlands bíður spennt eftir þínum hugmyndum. Til að taka þátt skal fara inná þessa síðu (það má fá hjálp frá fullorðnum) og senda inn ykkar hugmynd.
Skilafrestur er 24. maí næstkomandi.

ALLIR krakkar undir 18 ára sem búa á Vesturlandi mega taka þátt, og við hvetjum öll til að taka þátt – og sérstaklega krakka af erlendum uppruna!

Pssst…. það má senda inn ENDALAUSAR hugmyndir!


Tengdar fréttir

13. nóvember, 2025
Fréttir

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

Á næstu vikum mun fara fram söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð. Bændur sem vilja að sótt verði plast til þeirra eru vinsamlegast beðnir um að senda inn upplýsingar á netfangið ulm@borgarbyggd.is. Beiðnir þurfa að berast í síðasta lagi 20. nóvember. Við hvetjum alla til að hafa plastið sé vel frá gengið til þess að auðvelda söfnun.

11. nóvember, 2025
Fréttir

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar   Streymi frá fundinum má finna hér.