8. apríl, 2025
Fréttir

Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland.

Verðlaun!
Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni fær sérstakt viðurkenningarskjal! Geggjað stuð og skapandi snilld!

Sóknaráætlun Vesturlands bíður spennt eftir þínum hugmyndum. Til að taka þátt skal fara inná þessa síðu (það má fá hjálp frá fullorðnum) og senda inn ykkar hugmynd.
Skilafrestur er 24. maí næstkomandi.

ALLIR krakkar undir 18 ára sem búa á Vesturlandi mega taka þátt, og við hvetjum öll til að taka þátt – og sérstaklega krakka af erlendum uppruna!

Pssst…. það má senda inn ENDALAUSAR hugmyndir!


Tengdar fréttir

26. nóvember, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 28. nóvember

Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!

25. nóvember, 2025
Fréttir

Samhugur í Borgarbyggð

Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …