8. apríl, 2025
Fréttir

Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland.

Verðlaun!
Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni fær sérstakt viðurkenningarskjal! Geggjað stuð og skapandi snilld!

Sóknaráætlun Vesturlands bíður spennt eftir þínum hugmyndum. Til að taka þátt skal fara inná þessa síðu (það má fá hjálp frá fullorðnum) og senda inn ykkar hugmynd.
Skilafrestur er 24. maí næstkomandi.

ALLIR krakkar undir 18 ára sem búa á Vesturlandi mega taka þátt, og við hvetjum öll til að taka þátt – og sérstaklega krakka af erlendum uppruna!

Pssst…. það má senda inn ENDALAUSAR hugmyndir!


Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.