
Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland.
Verðlaun!
Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni fær sérstakt viðurkenningarskjal! Geggjað stuð og skapandi snilld!
Sóknaráætlun Vesturlands bíður spennt eftir þínum hugmyndum. Til að taka þátt skal fara inná þessa síðu (það má fá hjálp frá fullorðnum) og senda inn ykkar hugmynd.
Skilafrestur er 24. maí næstkomandi.
ALLIR krakkar undir 18 ára sem búa á Vesturlandi mega taka þátt, og við hvetjum öll til að taka þátt – og sérstaklega krakka af erlendum uppruna!
Pssst…. það má senda inn ENDALAUSAR hugmyndir!
Tengdar fréttir

Langar þig til þess að bjóða upp á Lýðheilsueflandi afþreyingu í náttúruparadísinni Einkunnum Borgarbyggð?
Fólkvangurinn Einkunnir/Borgarbyggð óskar eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja efla náttúru upplifun á svæðinu. Afþreyingin þarf að uppfylla: Lýðheilsueflingu Samfélags-og félagslega aukandi Hafa sem minnst náttúrurask og vera að mestu leyti afturkræft Virðing við náttúru og svæðið Verkefnið fer fyrir Einkunnarnefnd og verður þá gerður samningur við það verkefni sem þykir henta svæðinu. Svæðið er afar fallegt og bíður upp á …