Borgarbyggð ásamt Veitum og Rarik munu endurnýja götur, gangstéttir og lagnir í Sæunnargötu. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum, fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er.
Áætlaður framkvæmdatími: Maí til september 2024.
Verkefnastjóri Borgarbyggðar: Elfar Ólafsson
Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir
Verkefnastjóri Rarik: Daníel Kazmi
Eftirlitsaðili framkvæmdarinnar: Orri Jónsson
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.