Borgarbyggð ásamt Veitum og Rarik munu endurnýja götur, gangstéttir og lagnir í Sæunnargötu. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum, fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er.
Áætlaður framkvæmdatími: Maí til september 2024.
Verkefnastjóri Borgarbyggðar: Elfar Ólafsson
Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir
Verkefnastjóri Rarik: Daníel Kazmi
Eftirlitsaðili framkvæmdarinnar: Orri Jónsson
Tengdar fréttir

Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi
Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …

Rafmagnslaust á Mýrum 3.12
Vegna tenginga á nýju háspennukerfi verður rafmagnslaust á Mýrum þann 3. desember nk frá kl.11:00 til kl. 17:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Einnig er hægt að sjá kort af svæðinu hér.