17. maí, 2024
Fréttir

Borgarbyggð ásamt Veitum og Rarik munu endurnýja götur, gangstéttir og lagnir í Sæunnargötu. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum, fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er.

Áætlaður framkvæmdatími: Maí til september 2024.

Verkefnastjóri Borgarbyggðar: Elfar Ólafsson

Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir

Verkefnastjóri Rarik: Daníel Kazmi

Eftirlitsaðili framkvæmdarinnar: Orri Jónsson

Tengdar fréttir

14. febrúar, 2025
Fréttir

Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25

Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.   Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025.   Vettvangsskoðun …

11. febrúar, 2025
Fréttir

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.