Borgarbyggð ásamt Veitum og Rarik munu endurnýja götur, gangstéttir og lagnir í Sæunnargötu. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum, fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er.
Áætlaður framkvæmdatími: Maí til september 2024.
Verkefnastjóri Borgarbyggðar: Elfar Ólafsson
Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir
Verkefnastjóri Rarik: Daníel Kazmi
Eftirlitsaðili framkvæmdarinnar: Orri Jónsson
Tengdar fréttir

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem skara fram úr í umhirðu og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. Einnig voru afhentar samfélagsviðurkenningar og sérstök ný viðurkenning. Sigrún Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, veitti viðurkenningar fyrir hönd nefnarinnar. Verðlaunin endurspegla mikla samfélagsvitund og virðingu fyrir umhverfinu í Borgarbyggð og eru hvatning til íbúa og fyrirtækja til áframhaldandi …

Opið hús í Varmalandi
Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.