27. ágúst, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarbyggð ganga vel og samkvæmt áætlun. Stálgrind er að rísa þessa dagana og komin er ágætis mynd af verkinu. Ístak og Efla leggja áherslu á að framkvæmdirnar gangi vel og öryggi allra sé tryggt. Þegar framkvæmdir hófust voru settar upp auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur vegna aukinnar þungaumferðar. Öryggisráðstafanir þessar hafa einnig gengið vel, og virðist sem verktakar og íbúar séu samstíga þegar kemur að öryggi á svæðinu.

Húsið verður einangrað og upphitað og mun veita sveitafélaginu nútímalega íþróttaaðstöðu sem mun nýtast bæði börnum og fullorðnum til æfinga og viðburða.
Áætlað er að húsið verði tekið í notkun haustið 2026, sem kemur til með að vera mikil lyftistöng fyrir íþróttastarf og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu.

Tengdar fréttir

27. ágúst, 2025
Fréttir

Hlekkur á íbúafund um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast