Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess.
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarverkefna. Þetta er hins vegar í þriðja sinn sem sjóðurinn úthlutar öndvegisstyrkjum sem alla jafna eru veglegir styrkir og þeir umsækjendur sem eruð með áhugaverðustu hugmyndirnar fá tækifæri til þess að vinna þær lengra áður en kemur til endanlegrar úthlutunar.
Ráðgjöf og aðstoð við umsóknir veita:
Atvinnu- og nýsköpunarverkefni:
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707
Hrafnhildur Tryggvadóttir hrafnhildur@ssv.is 849-2718
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247
Menningarverkefni:
Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503
- Í fyrstu umferð velur úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands allt að 4 verkefni úr umsóknum sem fá 700.000 kr. til að ljúka við gerð viðskiptaáætlunar eða móta verkefnið sitt frekar ef viðskiptaáætlun er þegar til – skilafrestur 27. maí 2024
- Í annari umferð skila valin verkefni viðskiptaáætlun og ákvörðun tekin um styrki – skilafrestur 15. ágúst 2024
- Niðurstöður verða kynntar í september 2024
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …