2. maí, 2024
Tilkynningar

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarverkefna. Þetta er hins vegar í þriðja sinn sem sjóðurinn úthlutar öndvegisstyrkjum sem alla jafna eru veglegir styrkir og þeir umsækjendur sem eruð með áhugaverðustu hugmyndirnar fá tækifæri til þess að vinna þær lengra áður en kemur til endanlegrar úthlutunar.

Ráðgjöf og aðstoð við umsóknir veita: 

Atvinnu- og nýsköpunarverkefni: 
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is  895-6707
Hrafnhildur Tryggvadóttir hrafnhildur@ssv.is  849-2718
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is  898-0247
Menningarverkefni:
Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is  698-8503

  • Í fyrstu umferð velur úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands allt að 4 verkefni úr umsóknum sem fá 700.000 kr. til að ljúka við gerð viðskiptaáætlunar eða móta verkefnið sitt frekar ef viðskiptaáætlun er þegar til  – skilafrestur 27. maí 2024
  • Í annari umferð skila valin verkefni viðskiptaáætlun og ákvörðun tekin um styrki  – skilafrestur 15. ágúst 2024
  • Niðurstöður verða kynntar í september 2024

 

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!