26. febrúar, 2024
Fréttir

Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18.00 stendur Borgarbyggð fyrir opnu húsi til kynningar og umræðu um nýtt atvinnusvæði við Vallarás. Vallarás er efst í Borgarnesi, ofan við Sólbakka, og þar hafa verið auglýstar til umsóknar samtals 32 lóðir af ýmsum stærðum fyrir atvinnustarfsemi.

Vallarás er efst í byggð í Borgarnesi. Svæðið mun liggja vel við samgöngum í Borgarnesi, við Borgarfjarðarhérað og suður, norður og vestur um land. Frá Borgarbyggð munu á opna húsið mæta sérfræðingar frá skipulags- og byggingarsvæði ásamt stjórnendum sveitarfélagsins.

Fundurinn fer fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3.hæð – Digranesgötu 2.

Allir velkomnir.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.