26. febrúar, 2024
Fréttir

Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18.00 stendur Borgarbyggð fyrir opnu húsi til kynningar og umræðu um nýtt atvinnusvæði við Vallarás. Vallarás er efst í Borgarnesi, ofan við Sólbakka, og þar hafa verið auglýstar til umsóknar samtals 32 lóðir af ýmsum stærðum fyrir atvinnustarfsemi.

Vallarás er efst í byggð í Borgarnesi. Svæðið mun liggja vel við samgöngum í Borgarnesi, við Borgarfjarðarhérað og suður, norður og vestur um land. Frá Borgarbyggð munu á opna húsið mæta sérfræðingar frá skipulags- og byggingarsvæði ásamt stjórnendum sveitarfélagsins.

Fundurinn fer fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3.hæð – Digranesgötu 2.

Allir velkomnir.

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.