
Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18.00 stendur Borgarbyggð fyrir opnu húsi til kynningar og umræðu um nýtt atvinnusvæði við Vallarás. Vallarás er efst í Borgarnesi, ofan við Sólbakka, og þar hafa verið auglýstar til umsóknar samtals 32 lóðir af ýmsum stærðum fyrir atvinnustarfsemi.
Vallarás er efst í byggð í Borgarnesi. Svæðið mun liggja vel við samgöngum í Borgarnesi, við Borgarfjarðarhérað og suður, norður og vestur um land. Frá Borgarbyggð munu á opna húsið mæta sérfræðingar frá skipulags- og byggingarsvæði ásamt stjórnendum sveitarfélagsins.
Fundurinn fer fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3.hæð – Digranesgötu 2.
Allir velkomnir.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …