Miðvikudaginn 19. júní næst komandi fer fram opið hús um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi.
Opna húsið stendur yfir frá kl. 17 til kl. 20 og verður á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi.
Til kynningar verður áætlað skipulag svæðisins og áform um uppbyggingu. Þá verða kynnt gögn um útlit og staðsetningu nýs fjölnota íþróttahúss – knatthúss.
Vegna umfangs verkefnisins ákvað Borgarbyggð að láta vinna vinnslutillögu og hefur hún verið til kynningar og umsagnar í Skipulagsgátt. Í framhaldi af opna húsinu verður deiliskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn. Í kjölfarið er áætlað að hún verði auglýst í Skipulagsgátt og gefst þá sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.
Íbúar eru hvattir til að koma á opna húsið og halda áfram að kynna sér þau áform sem uppi eru um nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús og uppbyggingu á íþróttasvæðinu.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.