6. júní, 2024
Fréttir

Miðvikudaginn 19. júní næst komandi fer fram opið hús um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi.

Opna húsið stendur yfir frá kl. 17 til kl. 20 og verður á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi.

Til kynningar verður áætlað skipulag svæðisins og áform um uppbyggingu. Þá verða kynnt gögn um útlit og staðsetningu nýs fjölnota íþróttahúss – knatthúss.

Vegna umfangs verkefnisins ákvað Borgarbyggð að láta vinna vinnslutillögu og hefur hún verið til kynningar og umsagnar í Skipulagsgátt. Í framhaldi af opna húsinu verður deiliskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn. Í kjölfarið er áætlað að hún verði auglýst í Skipulagsgátt og gefst þá sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

Íbúar eru hvattir til að koma á opna húsið og halda áfram að kynna sér þau áform sem uppi eru um nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús og uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …