Miðvikudaginn 19. júní næst komandi fer fram opið hús um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi.
Opna húsið stendur yfir frá kl. 17 til kl. 20 og verður á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi.
Til kynningar verður áætlað skipulag svæðisins og áform um uppbyggingu. Þá verða kynnt gögn um útlit og staðsetningu nýs fjölnota íþróttahúss – knatthúss.
Vegna umfangs verkefnisins ákvað Borgarbyggð að láta vinna vinnslutillögu og hefur hún verið til kynningar og umsagnar í Skipulagsgátt. Í framhaldi af opna húsinu verður deiliskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn. Í kjölfarið er áætlað að hún verði auglýst í Skipulagsgátt og gefst þá sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.
Íbúar eru hvattir til að koma á opna húsið og halda áfram að kynna sér þau áform sem uppi eru um nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús og uppbyggingu á íþróttasvæðinu.
Tengdar fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025
Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …