6. júní, 2024
Fréttir

Miðvikudaginn 19. júní næst komandi fer fram opið hús um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi.

Opna húsið stendur yfir frá kl. 17 til kl. 20 og verður á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi.

Til kynningar verður áætlað skipulag svæðisins og áform um uppbyggingu. Þá verða kynnt gögn um útlit og staðsetningu nýs fjölnota íþróttahúss – knatthúss.

Vegna umfangs verkefnisins ákvað Borgarbyggð að láta vinna vinnslutillögu og hefur hún verið til kynningar og umsagnar í Skipulagsgátt. Í framhaldi af opna húsinu verður deiliskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn. Í kjölfarið er áætlað að hún verði auglýst í Skipulagsgátt og gefst þá sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

Íbúar eru hvattir til að koma á opna húsið og halda áfram að kynna sér þau áform sem uppi eru um nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús og uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Tengdar fréttir

14. nóvember, 2025
Fréttir

Ráð gert fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026 og framkvæmt samkvæmt áætlun

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

14. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi

Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …