Opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar þann 22. nóvember frá kl. 18.00 til 20.00 vegna skipulags íbúðarbyggðar í landi Bjargs við Kveldúlfshöfða og breytingar á legu Hringvegar við Borgarnes.
Á staðnum verða Margrét Ólafsdóttir og Óskar Örn Gunnarsson skipulaghönnuðir til að svara spurningum og öðru því sem brennur á fólki varðandi skipulagið.
Kaffi og kleinur – Vonumst til að sjá sem flesta.
- Greinagerð aðalskipulagsbreytingar
- Uppdráttur aðalskipulagsbreytingar
- Uppdráttur deiliskipulags
- Greinagerð deiliskipulags
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …