Þann 1. nóvember næstkomandi taka gildi nýir kjarasamningar Visku, Kjalar og Stéttafélags Vesturlands við Samband íslenskra sveitarfélaga, munu þessar breytingar hafa veruleg áhrif á vinnuumhverfið í sveitarfélaginu. Langstærsta breytingin felst í styttingu vinnuvikunnar úr 40 tímum í 36 tíma, munu þessar breytingar m.a. koma til með að hafa áhrif á fjölmarga starfsmenn í skólum og leikskólum.
Borgarbyggð stendur frammi fyrir því að ákveða hvernig eigi að bregðast við þessari breytingu sem mun hafa áhrif á bæði heimili og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Í því skyni hefur sveitarfélagið ákveðið að boða til fundar með atvinnurekendum til að ræða áhrif kjarasamningsins og heyra sjónarmið atvinnulífsins.
Fundurinn fer fram á 3. hæð Ráðhússins, Digranesgötu 2, mánudaginn 21. október kl. 12.00. Léttur hádegisverður verður í boði fyrir fundargestina.
Borgarbyggð hvetur alla atvinnurekendur til að mæta og taka þátt í þessum mikilvægu umræðum.
Tengdar fréttir

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025
Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl
Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …