16. október, 2024
Fréttir

Þann 1. nóvember næstkomandi taka gildi nýir kjarasamningar Visku, Kjalar og Stéttafélags Vesturlands við Samband íslenskra sveitarfélaga, munu þessar breytingar hafa veruleg áhrif á vinnuumhverfið í sveitarfélaginu. Langstærsta breytingin felst í styttingu vinnuvikunnar úr 40 tímum í 36 tíma, munu þessar breytingar m.a. koma til með að hafa áhrif á fjölmarga starfsmenn í skólum og leikskólum.

Borgarbyggð stendur frammi fyrir því að ákveða hvernig eigi að bregðast við þessari breytingu sem mun hafa áhrif á bæði heimili og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Í því skyni hefur sveitarfélagið ákveðið að boða til fundar með atvinnurekendum til að ræða áhrif kjarasamningsins og heyra sjónarmið atvinnulífsins.

Fundurinn fer fram á 3. hæð Ráðhússins, Digranesgötu 2, mánudaginn 21. október kl. 12.00. Léttur hádegisverður verður í boði fyrir fundargestina.

Borgarbyggð hvetur alla atvinnurekendur til að mæta og taka þátt í þessum mikilvægu umræðum.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …