
Þann 1. nóvember næstkomandi taka gildi nýir kjarasamningar Visku, Kjalar og Stéttafélags Vesturlands við Samband íslenskra sveitarfélaga, munu þessar breytingar hafa veruleg áhrif á vinnuumhverfið í sveitarfélaginu. Langstærsta breytingin felst í styttingu vinnuvikunnar úr 40 tímum í 36 tíma, munu þessar breytingar m.a. koma til með að hafa áhrif á fjölmarga starfsmenn í skólum og leikskólum.
Borgarbyggð stendur frammi fyrir því að ákveða hvernig eigi að bregðast við þessari breytingu sem mun hafa áhrif á bæði heimili og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Í því skyni hefur sveitarfélagið ákveðið að boða til fundar með atvinnurekendum til að ræða áhrif kjarasamningsins og heyra sjónarmið atvinnulífsins.
Fundurinn fer fram á 3. hæð Ráðhússins, Digranesgötu 2, mánudaginn 21. október kl. 12.00. Léttur hádegisverður verður í boði fyrir fundargestina.
Borgarbyggð hvetur alla atvinnurekendur til að mæta og taka þátt í þessum mikilvægu umræðum.
Tengdar fréttir

Sameingakosning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Talning atkvæða fer fram þegar að öllum kjörstöðum hefur verið lokað þann 20.september 2025 og búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði. Taling hefst kl 19 í Hjálmakletti þann sama dag. Úrslit verða birt að talningu lokinni.

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.