12. október, 2023
Fréttir

Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.

Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.

Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.

Tengdar fréttir

16. september, 2025
Fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir

Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

16. september, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof