12. október, 2023
Fréttir

Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.

Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.

Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.

Tengdar fréttir

20. janúar, 2026
Fréttir

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar

Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …

19. janúar, 2026
Fréttir

Klippikort vegna gámastöðvar

Einstaklingar sem þurfa klippikort vegna gámastöðvar í janúar en hafa ekki þegar sótt þau eru beðnir um að hafa samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einnig er hægt að koma í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2. Frá og með 1. febrúar 2026 verður svo hægt að nálgast klippikort á borgarkort.is.