
Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.
Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.
Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.
Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.
Tengdar fréttir

Hreinsunarátak í Borgarbyggð haustið 2025
Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2025. Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu. Bílflök og annað almennt brotajárn Ryðfrítt stál og ál Rafgeyma Rafmótora Hjólbarða Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás …

Rafmagnsleysi Kleppjárnsreykjum
Rafmagnslaust verður í hluta Kleppjárnsreykja þann 20.10.2025 frá kl 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof