12. október, 2023
Fréttir

Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.

Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.

Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.