Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.
Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.
Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.
Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut
Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

Aldan lokuð 28. nóvember
Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!