12. október, 2023
Fréttir

Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00.

Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur setið í þjóðbúningaráði. Þá hefur hún einnig haldið námskeið í búningasaumi og komið að norrænu samstarfi handverksfólks á þessu sviði.

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá kl. 10:00 – 17:00 og laugardga frá kl. 11:00 – 14:00.

Sýninginn er unnin með styrk frá Safnaráði Íslands og stendur til og með 10. september nk.

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.