9. nóvember, 2023
Fréttir

Ný heimasíða Borgarbyggðar er komin í loftið. Það var afmælisbarn dagsins og starfsmaður hjá Borgarbyggð, Guðrún Ásta Völundardóttir og Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri sem opnuðu síðuna með formlegum hætti í dag. 

Hönnun og útlit síðunnar er notendavænni og var veftréð endurhannað með þarfir notenda að leiðarljósi með það markmið að gera hana aðgengilegri og einfaldari í notkun. Þess má einnig geta að heimasíðan aðlagar sig að skjástærð og vöfrum sem gerir það að verkum að síðan er aðgengileg óháð því hvort hún sé opnuð í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.  

Nýjungar á heimasíðunni eru svo væntanlegar fljótlega sem koma til með að gagnast og auðvelda íbúum og öðrum notendum að koma erindum sínum áleiðs til sveitarfélagsins. Um er að ræða verkefni sem koma til með að bæta þjónustustig sveitarfélagsins til muna. Dæmi um viðbætur er stafrænt sorphirðudagatal, bókunarkerfi, reiknivélar og spjallmenni. Svo má þess einnig geta að nýja heimasíðan mun bjóða upp á enskt og pólskt veftré til að byrja með.

Nýja heimasíðan og allt ofangreint eru liður í stórátaki sveitarfélagsins í stafrænni þróun með það að markmiði að bæta enn frekar þjónustu, vinnulag og skilvirkni með innleiðingu tækninýjunga.   

Vefhönnun var í höndum fyrirtækisins Vettvangur og uppsetning og forritun er unnin af fyrirtækinu Netvöktun. 

Íbúar eru hvattir til þess að vafra um nýju síðuna og senda póst á thjonustuver@borgarbyggd.is ef einhverjar athugasemdir eru. 

Það er von Borgarbyggðar að nýja síðan eigi eftir að koma notendum að góðum notum. 

Tengdar fréttir

21. desember, 2024
Fréttir

Er jólahús Borgarbyggðar í götunni þinni?

Hver á jólalegasta húsið eða götuna í Borgarbyggð? Nú er tími til að láta jólaskreytingarnar skína! ✨ Sendu okkur þína tilnefningu fyrir jólalegasta húsið og jólalegustu götuna fyrir 27. desember. 🎅 Sigurvegararnir verða kynntir milli jóla og nýjárs. 🎉 Hvetjum alla til að taka þátt og gera Borgarbyggð enn jólalegri! ❤️🎄 👉 Smelltu hér til að senda inn tilnefningu!

17. desember, 2024
Fréttir

Mokstur gatna og gangstétta á Þorsteinsgötu og Kjartansgötu

Íbúar Þorsteinsgötu og Kjartansgötu eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum þar sem má leggja og þannig að hægt sé að moka greiðlega götur og gangstéttar.