30. september, 2025
Fréttir

Við Melabraut á Hvanneyri stendur nú yfir uppbygging á tæplega 1.700 fermetra límtréshúsi sem reist er úr yleiningum frá Límtré Vírnet. Húsið er í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. og verður nýtt undir iðngarða og að hluta sem slökkvistöð fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.

Í júlí síðastliðnum var undirritaður samningur um langtímaleigu fyrir starfsemi slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að hún flytjist í nýju aðstöðuna í október næstkomandi.

Hluti hússins sem slökkviliðið tekur á leigu er 283 fermetrar að stærð. Þar verður bílasalur sem rúmar tvær slökkvibifreiðar, vatnsinntak til að fylla bifreiðar innandyra, aðskilið gallarými, búnings- og sturtuaðstaða, afeitrunaraðstaða, starfsmannaaðstaða og vinnurými. Með þessu flytur slökkviliðið úr bráðabirgðahúsnæði sem það hefur haft til afnota frá Landbúnaðarháskóla Íslands undanfarin ár.

Slökkvistöðin á Hvanneyri gegnir lykilhlutverki í bráðaviðbragði í Borgarbyggð og Skorradal. Nýja aðstaðan gjörbreytir vinnuskilyrðum fyrir mannskap, búnað og bíla, og mun auka bæði öryggi slökkviliðsmanna og íbúa svæðisins.

„Þetta er bylting fyrir starfið okkar og tryggir mun öruggari og betri starfsaðstæður fyrir slökkviliðsmenn og fjölskyldur þeirra,“ segir Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsstjóri. „Um leið er þetta stórt öryggisspor fyrir íbúa og aðra aðnjótendur í Borgarbyggð og Skorradalshreppi.“

Tengdar fréttir

1. október, 2025
Fréttir

Viltu vera með í Slökkviliði Borgarbyggðar?

Slökkvilið Borgarbyggðar leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til liðs við okkur.Boðið er upp á krefjandi en gefandi verkefni þar sem samvinna, þor og styrkur skipta öllu máli. Kynningarkvöld verður haldið á slökkvistöðinni í Borgarnesi á Sólbakka 13-15, þann 14. október n.k. kl. 20:00. Hæfniskröfur:Sveinspróf eða stúdentspróf er kosturMeirapróf (vörubifreið) er æskilegtGóð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagiGóður …