1. október, 2025
Fréttir

Slökkvilið Borgarbyggðar leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til liðs við okkur.
Boðið er upp á krefjandi en gefandi verkefni þar sem samvinna, þor og styrkur skipta öllu máli.
Kynningarkvöld verður haldið á slökkvistöðinni í Borgarnesi á Sólbakka 13-15, þann 14. október n.k. kl. 20:00.

Hæfniskröfur:
Sveinspróf eða stúdentspróf er kostur
Meirapróf (vörubifreið) er æskilegt
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagi
Góður líkamlegur og andlegur styrkur
Reglusemi og háttvísi
Búseta á starfssvæði slökkviliðsins

Inntökuprof:

Þrek- og styrktarpróf

Könnun á lofthræðslu

Könnun á innilokunarkennd

Starfstengd verkefni og viðtal

Fylgigögn með umsókn:

Ferilskrá

Mynd af báðum hliðum ökuskírteinis

Prófskírteini

Sakavottorð og ökuferilsskrá

Læknisvottorð

Nýleg passamynd

Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2025
Umsóknir og fylgiskjöl skal senda á: slokkvilid@borgarbyggd.is
Merkið póstinn: „Starfsumsókn 2025“


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tengdar fréttir

6. október, 2025
Fréttir

Íbúafundir vegna þjónustustefnu Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri. Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali …

3. október, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 3. október vegna viðgerða á húsnæði

Aldan er lokuð í dag, föstudaginn 3.október vegna viðgerða á húsnæði. Við þökkum sýndan skilning og stefnum á að opna aftur á mánudaginn ef viðgerðir ganga vel.