
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum til að sinna hlutverki stuðningsfjölskyldu. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst í því að taka á móti barni/börnum inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina helgi í mánuði, með það að markmiði að styðja við foreldra og veita barninu/börnunum tilbreytingu og stuðning.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Jónsdóttir í síma 433-7100 og í tölvupósti elisabet.jonsdottir@borgarbyggd.is.
Tengdar fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta
23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.

Vel heppnaðir íbúafundir um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar
Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var …