Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum til að sinna hlutverki stuðningsfjölskyldu. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst í því að taka á móti barni/börnum inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina helgi í mánuði, með það að markmiði að styðja við foreldra og veita barninu/börnunum tilbreytingu og stuðning.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Jónsdóttir í síma 433-7100 og í tölvupósti elisabet.jonsdottir@borgarbyggd.is.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.