
Í september var tekin ákvörðun um að loka fjórum kennslustofum sem staðsettar eru í miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Til að gæta að öryggi nemenda og starfsfólks var ákveðið að hætta tafarlaust kennslu í umræddum stofum. Í kjölfarið voru tekin sýni og nú liggja fyrir bráðabirgðaniðurstöður. Frumskoðun sýnir að mygla er til staðar í tveimur af þeim fjórum stofum sem voru lokaðar, ásamt sameiginlegum rýmum meðfram umræddum stofum.
Stjórnendur sveitarfélagsins hafa fundað með sérfræðingum Eflu, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og sérfræðingi hjá Náttúrufræðistofnunar til að leggja mat á niðurstöðurnar og alvarleika þeirra. Í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að loka alfarið rýmunum. Gert er ráð fyrir að þau verði lokuð þar til endanlegar niðurstöður liggja fyrir og nauðsynlegar endurbætur hafa farið farið fram.
Á komandi dögum verður unnið að því að endurskipuleggja starfsemi skólans með tillit til þessara stöðu, en ljóst er að það þarf að flytja kennslu bekkja í samráði við kennara og stjórnendur skólans. Sveitarfélagið mun leitast við að bregðast hratt við þessu ástandi sem nú er komið upp, tryggja tímabundin kennslurými og ráðast í endurbætur á milliálmu skólans.
Borgarbyggð þakkar aftur börnum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum fyrir skilning og áfram verður unnið í sameiningu að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum.
Tengdar fréttir

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Rannís á Vesturlandi 16 og 17 september n.k.
Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturland heim dagana 16. – 17. september. 17. septemberKl. 12:00 – 13:15 – Opinn kynningarfundur í Borgarnesi. Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Bjarnabraut 8. Léttar hádegisveitingar. Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana. Erasmus+, áætun ESB fyrir öll skólastig, æskulýðsmál og íþróttir Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Uppbyggingarsjóð …