
Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu.
Úthlutanir styrkja úr sjóðnum fara fram tvisvar ár hvert. Fyrri úthlutunin skal fara fram fyrir þann 1. maí og hin síðari fyrir þann 1. október.
Við hvetjum áhugasama að kynna sér málið og sækja um, nánari upplýsingar og reglur má finna hér.
Tengdar fréttir

Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …