17. mars, 2025
Fréttir

Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu.

Úthlutanir styrkja úr sjóðnum fara fram tvisvar ár hvert. Fyrri úthlutunin skal fara fram fyrir þann 1. maí og hin síðari fyrir þann 1. október.

Við hvetjum áhugasama að kynna sér málið og sækja um, nánari upplýsingar og reglur má finna hér. 

 

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …