
Kæru íbúar,
Vegna bilunar sem upp kom fyrir rúmri viku hafa ljósastaurar við Mávaklett og Fálkaklett verið óvirkir. Því miður reyndist um að ræða nokkuð flókna bilun en útleiðsla virtist einhvers staðar eiga sér stað og bilanaleit tók lengri tíma en vonast var eftir. Vonandi tekst að ljúka bilanaleit í dag og í framhaldinu ráðast í viðgerð.
Þökkum íbúum fyrir þolinmæði og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Tengdar fréttir

Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …

Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …