Kæru íbúar,
Vegna bilunar sem upp kom fyrir rúmri viku hafa ljósastaurar við Mávaklett og Fálkaklett verið óvirkir. Því miður reyndist um að ræða nokkuð flókna bilun en útleiðsla virtist einhvers staðar eiga sér stað og bilanaleit tók lengri tíma en vonast var eftir. Vonandi tekst að ljúka bilanaleit í dag og í framhaldinu ráðast í viðgerð.
Þökkum íbúum fyrir þolinmæði og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Tengdar fréttir

272. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
272. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 11. desember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 272. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …