16. september, 2024
Tilkynningar

Kæru íbúar,

Vegna bilunar sem upp kom fyrir rúmri viku hafa ljósastaurar við Mávaklett og Fálkaklett verið óvirkir. Því miður reyndist um að ræða nokkuð flókna bilun en útleiðsla virtist einhvers staðar eiga sér stað og bilanaleit tók lengri tíma en vonast var eftir. Vonandi tekst að ljúka bilanaleit í dag og í framhaldinu ráðast í viðgerð.
Þökkum íbúum fyrir þolinmæði og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð innleiðir þjónandi leiðsögn

Borgarbyggð hefur hafið innleiðingu á þjónandi leiðsögn, sem er nálgun sem byggir á Gentle Teaching hugmyndafræðinni. Innleiðing á þjónandi leiðsögn hefur margvíslegan ávinning, bæði fyrir starfsfólk og þá sem þjónustu þiggja. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun, þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Markmiðið er að efla öryggi, vellíðan og uppbyggileg samskipti í allri þjónustu við …

2. desember, 2025
Fréttir

Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi

Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …