
Hanna Ágústa var útnefnd sem „Listamanneskja Borgarbyggðar“ og móðir hennar Theodóra Þorsteinsdóttir fékk einnig viðurkenningu fyrir frábær störf við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hanna er upprennandi stjarna sem við hér í samfélaginu getum verið stolt af, hún hefur aflað sér menntunar á sviði söngs og óperufræða, hlotið viðurkenningar og styrki vegna hæfileika sinna og metnaðar á sviði tónlistar.
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir er fædd og alin upp hér í Borgarnesi. 5 ára gömul hóf hún fiðlunám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en þar stundaði hún líka píanó- og söngnám fram á unglingsár. Hún stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist árið 2017. 2022 lauk Hanna bakkalárprófi frá Tónlistarháskólanum Felix Mendessohn Bartholdy í Leipzig. Sama ár fór hún jafnframt í starfsnám í óperuleikstjórn í Freiberg í Þýskalandi.
Hanna hefur tekið þátt í uppsetningum og tónleikum bæði hér heima og í Evrópu. Hún söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir að hafa borið sigur úr bítum í keppninni Ungir einleikarar árið 2021. Hanna Ágústa kom fram á Reykholtshátíð á síðasta ári og kemur fram aftur á sömu hátíð í lok júlí í ár. Hanna Ágústa hefur kennt bæði við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Tónlistarskólann á Akranesi, auk þess að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Meðan hún stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hlaut hún styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar, hún hlaut einnig styrk úr minningarsjóði Heimis Klemenzsonar árið 2021. Í desember síðastliðnum söng hún hlutverk Óla Lokbrár í uppfærslu Kammeróperunnar á Hans og Grétu í Tjarnarbíói sem fékk til að mynda tilnefningu til barnasýningar ársins á Grímunni. Í vetur tók hún þátt í söngkeppninni Vox Domini og hreppti fyrsta sætið í opnum flokki og hlaut þar að auki nafnbótina Rödd ársins.
Hanna hefur eflt menningarlífið hér í sveitarfélaginu með söng sínum og kennslu og er góð fyrirmynd fyrir upprennandi tónlistarfólk hvað æfing, áhugi og atorka getur komið manni langt, og þetta er bara rétt að byrja, Við eigum vafalaust eftir að geta fyllst með henni og notið söngs hennar næstu áratugina.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …