21. nóvember, 2025
Fréttir

Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu.

Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun.

Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars:

  • Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr starfsmaður sem fær ekki laun og nýtir þau kerfi sem þegar eru til staðar.
  • Aukin nákvæmni og hraði – stafræni “starfsmaðurinn“ vinnur mun hraðar og með meiri nákvæmni en hægt er með handavinnu.
  • Betri nýting starfsfólks – starfsfólk losnar undan endurteknum verkefnum og getur einbeitt sér að verðmætari og skemmtilegri verkefnum, sem eykur starfsánægju.
  • Möguleikar til þróunar – hægt er að byrja smátt og bæta síðan fleiri verkefnum við.

Lausnin krefst hvorki dýrrar þróunar né flókins innleiðingarferlis, svo framarlega sem ferlar eru vel skilgreindir og öryggismál í lagi.

Fyrstu verkefnin sem stafræna vinnuaflið hefur innt af hendi fyrir Borgarbyggð lofa góðu en fleiri verkefni eru nú í skoðun og verða væntanlega falin stafræna vinnuaflinu á næstu misserum, m.a. ferli tengd þjónustu við íbúa, afgreiðslu umsókna og fjármála- og mannauðsferlum.

Borgarbyggð býður nýjan starfskraft velkominn til starfa en umræddur hefur ekki fengið nafn, Borgarbyggð mun efna til hugmyndasamkeppni fyrir stafræna vinnuaflið í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla í sveitarfélaginu.

Tengdar fréttir

20. nóvember, 2025
Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …