
Miðvikudaginn 6. nóvember opnaði leikskólinn Hraunborg í nýuppgerðu húsnæði í Varmalandi.
Leikskólinn sem áður var á Bifröst er nú staðsettur innan veggja Grunnskóla Borgarfjarðar-
Varmalandsdeild. Húsnæði leikskólans er þar sem áður voru kennslustofur og hafa miklar
breytingar og endurbætur átt sér stað undanfarin misseri, bæði inni sem úti.
Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni og eru bæði leikskóla og grunnskóla starfsmenn spenntir fyrir komandi samstarfi.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.
Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn
Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.