24. mars, 2025
Fréttir

Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla.

Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist við síbreytilegum þörfum sveitarfélagsins. Jafnframt er markmið Borgarbyggðar að vera eftirsóttur vinnustaður á Vesturlandi, að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráning kyns í þjóðskrá hafi jöfn tækifæri í starfi og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Hér má finna yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu 

Laus störf hjá Borgarbyggð í Mars 2025:

Matráður í Uglukletti- Fullt starf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 11. apríl 2025

Leiðtogi barna og ungmenna – Fullt starf, Borgarnes, umsóknarfrestur til 3. apríl 2025

Frístundaleiðbeinandi – Hlutastarf, Borgarnes.

Leiðbeinandi í sumarfjöri – Sumarstarf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 27. mars 2025

Frístundarleiðbeinandi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum – Hlutastarf, Hvanneyri.

Stuðningsfjölskyldur fyrir börn – Hlutastarf, Umsóknarfrestur til 22. apríl 2025

Verkstjóri í áhaldahús Borgarbyggðar – Fullt starf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 28. mars 2025

Kennari í Andabæ – Fullt starf, Borgarnes, Umsóknarfrestur til 4. apríl 2025

Stuðningsfulltrúi – framlengdur umsóknarfrestur – Fullt starf, Hvanneyri og fleiri staðir.

Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar – Borgarnes. Umsóknarfrestur til 31. mars 2025

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …