
Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla.
Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist við síbreytilegum þörfum sveitarfélagsins. Jafnframt er markmið Borgarbyggðar að vera eftirsóttur vinnustaður á Vesturlandi, að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráning kyns í þjóðskrá hafi jöfn tækifæri í starfi og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Hér má finna yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu
Laus störf hjá Borgarbyggð í Mars 2025:
Matráður í Uglukletti- Fullt starf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 11. apríl 2025
Leiðtogi barna og ungmenna – Fullt starf, Borgarnes, umsóknarfrestur til 3. apríl 2025
Frístundaleiðbeinandi – Hlutastarf, Borgarnes.
Leiðbeinandi í sumarfjöri – Sumarstarf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 27. mars 2025
Frístundarleiðbeinandi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum – Hlutastarf, Hvanneyri.
Stuðningsfjölskyldur fyrir börn – Hlutastarf, Umsóknarfrestur til 22. apríl 2025
Verkstjóri í áhaldahús Borgarbyggðar – Fullt starf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 28. mars 2025
Kennari í Andabæ – Fullt starf, Borgarnes, Umsóknarfrestur til 4. apríl 2025
Stuðningsfulltrúi – framlengdur umsóknarfrestur – Fullt starf, Hvanneyri og fleiri staðir.
Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar – Borgarnes. Umsóknarfrestur til 31. mars 2025
Tengdar fréttir

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …

Páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði fyrir krakka í 5-10 bekk
Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru …