
Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla.
Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist við síbreytilegum þörfum sveitarfélagsins. Jafnframt er markmið Borgarbyggðar að vera eftirsóttur vinnustaður á Vesturlandi, að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráning kyns í þjóðskrá hafi jöfn tækifæri í starfi og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Hér má finna yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu
Laus störf hjá Borgarbyggð í Mars 2025:
Matráður í Uglukletti- Fullt starf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 11. apríl 2025
Leiðtogi barna og ungmenna – Fullt starf, Borgarnes, umsóknarfrestur til 3. apríl 2025
Frístundaleiðbeinandi – Hlutastarf, Borgarnes.
Leiðbeinandi í sumarfjöri – Sumarstarf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 27. mars 2025
Frístundarleiðbeinandi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum – Hlutastarf, Hvanneyri.
Stuðningsfjölskyldur fyrir börn – Hlutastarf, Umsóknarfrestur til 22. apríl 2025
Verkstjóri í áhaldahús Borgarbyggðar – Fullt starf, Borgarnes. Umsóknarfrestur til 28. mars 2025
Kennari í Andabæ – Fullt starf, Borgarnes, Umsóknarfrestur til 4. apríl 2025
Stuðningsfulltrúi – framlengdur umsóknarfrestur – Fullt starf, Hvanneyri og fleiri staðir.
Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar – Borgarnes. Umsóknarfrestur til 31. mars 2025
Tengdar fréttir

Hönnun og skipulag á parkethúsi
Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …

Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …