
Opnuð verður færanleg kjördeild í Brákarhlíð föstudaginn 19. september.
Opnunartími er frá kl. 10.00 til 11.30.
Kjörstaður er í Hátíðarsal á fyrstu hæðinni og munu starfsmenn Brákarhlíðar fylgja þeim íbúum sem vilja taka þátt í kosningunni á kjörstað.
Hægt er að óska eftir aðstoð við kosninguna.
Þetta er ekki utankjörfundaratkvæðagreiðsla og allir íbúar Brákarhlíðar á kjörskrá í Borgarbyggð eða Skorradalshreppi geta greitt atkvæði.
Fyrir hönd kjörstjórnar,
Sóley Sigurþórsdóttir.
Tengdar fréttir

framkvæmdir við göngustíg í kirkjuvoginum
Vinna við malbikun á göngustíg í kirkjuvoginum, hefst fimmtudaginn 4. september og munu framkvæmdir standa fram yfir næstu viku. Vegfarendur eru beðnir um að fylgja settum merkingum og keilum á vettvangi svo að tryggja megi öryggi allra. Við þökkum íbúum og vegfarendum kærlega fyrir skilning og samvinnu meðan á framkvæmdum stendur. Um er að ræða framkvæmdir á göngustíg við kirkjugarðinn …