
Fólkvangurinn Einkunnir/Borgarbyggð óskar eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja efla náttúru upplifun á svæðinu.
Afþreyingin þarf að uppfylla:
- Lýðheilsueflingu
- Samfélags-og félagslega aukandi
- Hafa sem minnst náttúrurask og vera að mestu leyti afturkræft
- Virðing við náttúru og svæðið
Verkefnið fer fyrir Einkunnarnefnd og verður þá gerður samningur við það verkefni sem þykir henta svæðinu.
Svæðið er afar fallegt og bíður upp á marga skemmtilega kosti til náttúru upplifunar.
Hugmyndir skulu berast til nefndarinnar eigi síður en 28.apríl 2025 á netfangið soley.baldursdottir@borgarbyggd.is
Tengdar fréttir

Vel viðunandi afkoma af rekstri Borgarbyggðar 2024
Byggðarráð fjallaði í gær um ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2024. Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 319 m.kr. afgangi á árinu 2024 en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 m.kr. Á árinu var fjárfest fyrir 1.018 m.kr. án lántöku. Afkoma af rekstri er vel viðunandi og sjóðstreymi er sterkt sem endurspeglar góða fjárfestingargetu sveitarfélagsins. Hagnaður …