26. október, 2023
Fréttir

Fimmtudaginn 14. september nk. kl 17:00 verður kynning á verkefni sem nýverið var hleypt af stokkunum á Sundlaugarmenningu á Íslandi. Með því hófst skráning á sundlaugamenningu Íslendingar inná vefnum Lifandi hefðir sem heldur utan um upplýsingar um óáþreifanlegan menningararf.

Í tilefni af því verða viðburðir um allt land tengdir sundhefðinni þar sem unnendum sundsins er boðið að koma og kynna sér skráningarferlið, leggja sína upplifun af sundhefðinni að mörkum og spjalla um sundið við aðra áhugasama. Einnig verður sagt frá bókinni Sund, eftir þjóðfræðingana Katrínu Snorradóttir og Valdimar Tr. Hafstein. Áhugarverð bók sem kemur út núna á haustmánuðum og fjallar um sögu sundsins á Íslandi.

Starfsfólk Safnahússins hvetur áhugasama Borgfirðinga til að koma og kynna sér þetta verkefni og leggja sitt að mörkum. Borgarfjörður á sér merka sögu er varðar sundið og því sérstaklega gaman fyrir aðstandendur verkefnisins að sækja Borgarfjörð heim.

Dagskrá:

  • Sundlaugamenning Íslendinga til UNESCO
  • Skráning sundhefðarinnar og tilnefningarferlið kynnt. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnastjóri vefsins Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir frá verkefninu.
  • Saga sundsins á Íslandi á bókarformi, Katrín Snorradóttir segir frá efni bókarinnar og þeim rannsóknum sem að baki henni liggja.

Kaffi og spjall um sundlaugamenninguna.

Hlekkur á heimasíðu verkefnisins: https://lifandihefdir.is/sundmenning-islendinga/

Hlekkur á Facebook-síðu verkefnisins: https://www.facebook.com/profile.php?id=61550895095939

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …