26. október, 2023
Fréttir

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk.

Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt.

Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem viðkemur heilsu og öryggi þjónustuþega Borgarbyggðar.

Gert er ráð fyrir að karlmenn mæti til vinnu en ljóst er að starfsemi flestra stofnana mun skerðast eða stöðvast, sjá nánar yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna verkfallsins.

Grunnskólinn í Borgarnesi: Lokað

Grunnskóli Borgarfjarðar: Lokað

Leikskólinn Andabær: Lokað

Leikskólinn Ugluklettur: Lokað

Leikskólinn Klettaborg: Lokað

Leikskólinn Hnoðraból: Lokað

Frístund: Lokað

Aldan: Lokað

Safnahúsið: Skert starfsemi

Ráðhúsið: Skert starfsemi

Íþróttamannvirki: Skert starfsemi – sundlaugin verður lokuð. Þá verður ekki hægt að nota kvennaklefann.

Tónlistarskólinn: Skert starfsemi

Áhaldahús: Skert starfsemi

Slökkvilið: Óskert starfsemi

Búsetuþjónustan: Óskert starfsemi

Akstursþjónustan: Óskert starfsemi

Vaktþjónusta barnaverndar: Óskert starfsemi

Borgarbyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og biður því íbúa um að sýna því skilning að þjónusta stöðvast eða skerðist næstkomandi þriðjudag.

Tengdar fréttir

18. nóvember, 2025
Fréttir

Í skóginum búa litlar verur

Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …

18. nóvember, 2025
Fréttir

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð 

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl.16:30-19:00. Fyrir ketti kl. 19:15-20:15. 25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“ Klukkan 16:30-19:00. 2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Klukkan 17:00-19:00. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem …