
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk.
Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt.
Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem viðkemur heilsu og öryggi þjónustuþega Borgarbyggðar.
Gert er ráð fyrir að karlmenn mæti til vinnu en ljóst er að starfsemi flestra stofnana mun skerðast eða stöðvast, sjá nánar yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna verkfallsins.
Grunnskólinn í Borgarnesi: Lokað
Grunnskóli Borgarfjarðar: Lokað
Leikskólinn Andabær: Lokað
Leikskólinn Ugluklettur: Lokað
Leikskólinn Klettaborg: Lokað
Leikskólinn Hnoðraból: Lokað
Frístund: Lokað
Aldan: Lokað
Safnahúsið: Skert starfsemi
Ráðhúsið: Skert starfsemi
Íþróttamannvirki: Skert starfsemi – sundlaugin verður lokuð. Þá verður ekki hægt að nota kvennaklefann.
Tónlistarskólinn: Skert starfsemi
Áhaldahús: Skert starfsemi
Slökkvilið: Óskert starfsemi
Búsetuþjónustan: Óskert starfsemi
Akstursþjónustan: Óskert starfsemi
Vaktþjónusta barnaverndar: Óskert starfsemi
Borgarbyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og biður því íbúa um að sýna því skilning að þjónusta stöðvast eða skerðist næstkomandi þriðjudag.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …