26. október, 2023
Fréttir

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk.

Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt.

Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem viðkemur heilsu og öryggi þjónustuþega Borgarbyggðar.

Gert er ráð fyrir að karlmenn mæti til vinnu en ljóst er að starfsemi flestra stofnana mun skerðast eða stöðvast, sjá nánar yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna verkfallsins.

Grunnskólinn í Borgarnesi: Lokað

Grunnskóli Borgarfjarðar: Lokað

Leikskólinn Andabær: Lokað

Leikskólinn Ugluklettur: Lokað

Leikskólinn Klettaborg: Lokað

Leikskólinn Hnoðraból: Lokað

Frístund: Lokað

Aldan: Lokað

Safnahúsið: Skert starfsemi

Ráðhúsið: Skert starfsemi

Íþróttamannvirki: Skert starfsemi – sundlaugin verður lokuð. Þá verður ekki hægt að nota kvennaklefann.

Tónlistarskólinn: Skert starfsemi

Áhaldahús: Skert starfsemi

Slökkvilið: Óskert starfsemi

Búsetuþjónustan: Óskert starfsemi

Akstursþjónustan: Óskert starfsemi

Vaktþjónusta barnaverndar: Óskert starfsemi

Borgarbyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og biður því íbúa um að sýna því skilning að þjónusta stöðvast eða skerðist næstkomandi þriðjudag.

Tengdar fréttir

28. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut

Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

26. nóvember, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 28. nóvember

Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!