Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk.
Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt.
Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem viðkemur heilsu og öryggi þjónustuþega Borgarbyggðar.
Gert er ráð fyrir að karlmenn mæti til vinnu en ljóst er að starfsemi flestra stofnana mun skerðast eða stöðvast, sjá nánar yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna verkfallsins.
Grunnskólinn í Borgarnesi: Lokað
Grunnskóli Borgarfjarðar: Lokað
Leikskólinn Andabær: Lokað
Leikskólinn Ugluklettur: Lokað
Leikskólinn Klettaborg: Lokað
Leikskólinn Hnoðraból: Lokað
Frístund: Lokað
Aldan: Lokað
Safnahúsið: Skert starfsemi
Ráðhúsið: Skert starfsemi
Íþróttamannvirki: Skert starfsemi – sundlaugin verður lokuð. Þá verður ekki hægt að nota kvennaklefann.
Tónlistarskólinn: Skert starfsemi
Áhaldahús: Skert starfsemi
Slökkvilið: Óskert starfsemi
Búsetuþjónustan: Óskert starfsemi
Akstursþjónustan: Óskert starfsemi
Vaktþjónusta barnaverndar: Óskert starfsemi
Borgarbyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og biður því íbúa um að sýna því skilning að þjónusta stöðvast eða skerðist næstkomandi þriðjudag.
Tengdar fréttir
Opnunarhátíð félagsstarfs eldri borgara – Karlarnir í skúrnum! Sólbakka 4.
Karlarnir í skúrnum opna í Borgarnesi! Við bjóðum þig velkominn á opnunarhátíð fimmtudaginn 23. janúar – stað þar sem karlar hittast, spjalla, gera við og smíða hluti og njóta félagskapar. Hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og sjá þessa gríðarlega góðu vinnu sem Aldan hefur lagt í þetta verkefni með ómetanlegri hjálp frá Skúla Ingvarssyni og Birgi Ásgeirssyni, …
Framkvæmdir við Vallarás
Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 4 vikur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …