26. október, 2023
Fréttir

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk.

Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt.

Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem viðkemur heilsu og öryggi þjónustuþega Borgarbyggðar.

Gert er ráð fyrir að karlmenn mæti til vinnu en ljóst er að starfsemi flestra stofnana mun skerðast eða stöðvast, sjá nánar yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna verkfallsins.

Grunnskólinn í Borgarnesi: Lokað

Grunnskóli Borgarfjarðar: Lokað

Leikskólinn Andabær: Lokað

Leikskólinn Ugluklettur: Lokað

Leikskólinn Klettaborg: Lokað

Leikskólinn Hnoðraból: Lokað

Frístund: Lokað

Aldan: Lokað

Safnahúsið: Skert starfsemi

Ráðhúsið: Skert starfsemi

Íþróttamannvirki: Skert starfsemi – sundlaugin verður lokuð. Þá verður ekki hægt að nota kvennaklefann.

Tónlistarskólinn: Skert starfsemi

Áhaldahús: Skert starfsemi

Slökkvilið: Óskert starfsemi

Búsetuþjónustan: Óskert starfsemi

Akstursþjónustan: Óskert starfsemi

Vaktþjónusta barnaverndar: Óskert starfsemi

Borgarbyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og biður því íbúa um að sýna því skilning að þjónusta stöðvast eða skerðist næstkomandi þriðjudag.

Tengdar fréttir

11. nóvember, 2025
Fréttir

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar   Streymi frá fundinum má finna hér.    

11. nóvember, 2025
Fréttir

Viljayfirlýsing við Festi um uppbyggingu í Brákarey

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Festis ehf. og Borgarbyggðar sem hefur það að markmiði að gera samkomulag um uppbyggingu í Brákarey. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey er langt komin og áætlað að það verði auglýst eigi síðar en í mars. Það skipulag byggir á hugmynda- og skipulagsvinnu sem Festir kynnti fyrir Borgarbyggð og íbúum sumarið 2024 og hefur það …