
Borgarbyggð sendir íbúum í Grindavík sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín, hlýjar kveðjur og samhug á þessum erfiðum tímum. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum og það er einlæga von sveitarfélagsins að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega.
Íbúar í Borgarbyggð sem eiga þann kost að geta boðið upp á húsnæði á meðan á rýmingu stendur geta skráð sig á lista hér.
Ljóst er að framundan er strangt og langt verkefni og því mikilvægt að taka höndum saman og reyna eftir fremsta megni að veita aðstoð.
Tengdar fréttir

Álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …