Borgarbyggð sendir íbúum í Grindavík sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín, hlýjar kveðjur og samhug á þessum erfiðum tímum. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum og það er einlæga von sveitarfélagsins að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega.
Íbúar í Borgarbyggð sem eiga þann kost að geta boðið upp á húsnæði á meðan á rýmingu stendur geta skráð sig á lista hér.
Ljóst er að framundan er strangt og langt verkefni og því mikilvægt að taka höndum saman og reyna eftir fremsta megni að veita aðstoð.
Tengdar fréttir
Framkvæmdir við Vallarás
Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 4 vikur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …
Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar!
Íbúar geta nú bókað símtöl og viðtöl hjá ráðgjöfum og fulltrúum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Tímabókunarhnappurinn, merktur „Bóka viðtal“, er staðsettur ofarlega, vinstra megin á vefnum. Við hvetjum íbúa eindregið til að nýta sér þessa einföldu þjónustu. Smelltu hér til að bóka tíma: