11. nóvember, 2023
Fréttir

Borgarbyggð sendir íbúum í Grindavík sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín, hlýjar kveðjur og samhug á þessum erfiðum tímum. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum og það er einlæga von sveitarfélagsins að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega.

Íbúar í Borgarbyggð sem eiga þann kost að geta boðið upp á húsnæði á meðan á rýmingu stendur geta skráð sig á lista hér.

Ljóst er að framundan er strangt og langt verkefni  og því mikilvægt að taka höndum saman og reyna eftir fremsta megni að veita aðstoð.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …