21. mars, 2025
Fréttir

Við erum ánægð að tilkynna að Kristinn Ó. Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og hefur hann þegar hafið störf. Kristinn tekur við starfinu af Ingunni Jóhannesdóttur sem starfað hefur hjá Borgarbyggð í um 39 ár.

Um leið og við bjóðum Kristinn velkominn til starfa, viljum við bjóða gestum að koma í íþróttahúsið í Borgarnesi, þiggja köku og kveðja Ingunni föstudaginn 28. mars kl. 11-13.
Við þökkum Ingunni innilega fyrir sín störf hjá Borgarbyggð í gegnum tíðina.

 


Kristinn Ó. Sigmundsson

Tengdar fréttir

28. mars, 2025
Fréttir

Hönnun og skipulag á parkethúsi

Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …

28. mars, 2025
Fréttir

Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar

Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …