1. júní, 2023
Fréttir

SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi. 

Á Vesturlandi er frjór jarðvegur og fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Við viljum efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi enn frekar og markmið könnunarinnar því að leita hugmynda að aðgerðum sem ráðast má í til eflingar nýsköpunar, frumkvöðlastarfsemi og atvinnulífs í landshlutanum. Niðurstöðurnar verða nýttar til að þróa frumkvöðlamót og viðskiptahraðal á Vesturlandi.

Könnunin er stutt, það tekur flest fólk um 3-5 mínútur að svara henni og við vonum að sem allra flestir taki þátt til að niðurstöður verði sem áreiðanlegastar.

Smelltu HÉR til að taka þátt

Ef það virkar ekki að smella á tengilinn, prófaðu þá að afrita slóðina hér að neðan og líma inn í vafrann þinn. https://www.surveymonkey.com/r/Nyvest

Tengdar fréttir

29. apríl, 2025
Fréttir

Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.

Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …

25. apríl, 2025
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn

Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.