21. mars, 2024
Fréttir

Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022.

Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.

Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára:

  1. Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Yfirkjör­stjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021.
  2. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Undirkjörstjórnir fara með framkvæmd kosninga í viðkomandi kjördeild samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021. Kjördeildir eru sem hér segir:

a. Borgarneskjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, íbúa Hvanneyrar og  Andakíls.

b.  Þinghamarskjördeild fyrir íbúa í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.

c. Lindartungukjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.

d. Kleppjárnsreykjakjördeild fyrir íbúa Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.

Líkt og hér má sjá þá fækkar kjörstöðum um tvo, Brúarás – og Lyngbrekkukjördeildir eru aflagðar og eins er gerð nokkur breyting á Kleppjárnsreykjakjördeild.

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.