21. mars, 2024
Fréttir

Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022.

Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.

Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára:

  1. Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Yfirkjör­stjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021.
  2. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Undirkjörstjórnir fara með framkvæmd kosninga í viðkomandi kjördeild samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021. Kjördeildir eru sem hér segir:

a. Borgarneskjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, íbúa Hvanneyrar og  Andakíls.

b.  Þinghamarskjördeild fyrir íbúa í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.

c. Lindartungukjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.

d. Kleppjárnsreykjakjördeild fyrir íbúa Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.

Líkt og hér má sjá þá fækkar kjörstöðum um tvo, Brúarás – og Lyngbrekkukjördeildir eru aflagðar og eins er gerð nokkur breyting á Kleppjárnsreykjakjördeild.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …

4. desember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð innleiðir þjónandi leiðsögn

Borgarbyggð hefur hafið innleiðingu á þjónandi leiðsögn, sem er nálgun sem byggir á Gentle Teaching hugmyndafræðinni. Innleiðing á þjónandi leiðsögn hefur margvíslegan ávinning, bæði fyrir starfsfólk og þá sem þjónustu þiggja. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun, þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Markmiðið er að efla öryggi, vellíðan og uppbyggileg samskipti í allri þjónustu við …