Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022.
Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.
Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára:
- Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Yfirkjörstjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021.
- Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Undirkjörstjórnir fara með framkvæmd kosninga í viðkomandi kjördeild samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021. Kjördeildir eru sem hér segir:
a. Borgarneskjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, íbúa Hvanneyrar og Andakíls.
b. Þinghamarskjördeild fyrir íbúa í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
c. Lindartungukjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
d. Kleppjárnsreykjakjördeild fyrir íbúa Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Líkt og hér má sjá þá fækkar kjörstöðum um tvo, Brúarás – og Lyngbrekkukjördeildir eru aflagðar og eins er gerð nokkur breyting á Kleppjárnsreykjakjördeild.
Tengdar fréttir
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!