21. mars, 2024
Fréttir

Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022.

Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.

Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára:

  1. Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Yfirkjör­stjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021.
  2. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Undirkjörstjórnir fara með framkvæmd kosninga í viðkomandi kjördeild samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021. Kjördeildir eru sem hér segir:

a. Borgarneskjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, íbúa Hvanneyrar og  Andakíls.

b.  Þinghamarskjördeild fyrir íbúa í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.

c. Lindartungukjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.

d. Kleppjárnsreykjakjördeild fyrir íbúa Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.

Líkt og hér má sjá þá fækkar kjörstöðum um tvo, Brúarás – og Lyngbrekkukjördeildir eru aflagðar og eins er gerð nokkur breyting á Kleppjárnsreykjakjördeild.

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …