21. mars, 2024
Fréttir

Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022.

Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.

Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára:

  1. Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Yfirkjör­stjórn fer með þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021.
  2. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara. Undirkjörstjórnir fara með framkvæmd kosninga í viðkomandi kjördeild samkvæmt ákvæðum kosningalaga nr. 112/2021. Kjördeildir eru sem hér segir:

a. Borgarneskjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, íbúa Hvanneyrar og  Andakíls.

b.  Þinghamarskjördeild fyrir íbúa í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.

c. Lindartungukjördeild fyrir íbúa á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.

d. Kleppjárnsreykjakjördeild fyrir íbúa Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.

Líkt og hér má sjá þá fækkar kjörstöðum um tvo, Brúarás – og Lyngbrekkukjördeildir eru aflagðar og eins er gerð nokkur breyting á Kleppjárnsreykjakjördeild.

Tengdar fréttir

13. janúar, 2026
Fréttir

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …