
Ljósm: Gunnhildur Lind photography
Jólin voru kvödd á þrettándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar.
Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 stig í kjörinu.
Þrettándagleðin fór fram í Englendingavík. Þar stýrði Jónína Erna hópsöng með kirkjukór Borgarneskirkju & Englendingavík og Geirabakarí buðu gestum heitt súkkulaði og smákökur.
Glæsileg flugeldasýning var í boði Borgarbyggðar þar sem Björgunarsveitin Brák og Björgunarsveitin Heiðar sáu um framkvæmdina líkt og fyrri ár. Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.
Borgarbyggð óskar Bjarka og öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju og vill að lokum koma á framfæri þökkum til Björgunarsveitar Brákar og Björgunarsveitar Heiðars, Kirkjukórs Borgarneskirkju, Englendingavík og Geirabakarí fyrir þeirra þátttöku í þrettándagleðinni.
Tengdar fréttir

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær
Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …

Kristinn Ó. Sigmundsson tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
Við erum ánægð að tilkynna að Kristinn Ó. Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og hefur hann þegar hafið störf. Kristinn tekur við starfinu af Ingunni Jóhannesdóttur sem starfað hefur hjá Borgarbyggð í um 39 ár. Um leið og við bjóðum Kristinn velkominn til starfa, viljum við bjóða gestum að koma í íþróttahúsið í Borgarnesi, þiggja köku …