9. janúar, 2024
Fréttir

Ljósm: Gunnhildur Lind photography

 

Jól­in voru kvödd á þrett­ándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar.

Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.  Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 stig í kjörinu.

Þrettándagleðin fór fram í Englendingavík. Þar stýrði Jónína Erna hópsöng með kirkjukór Borgarneskirkju & Englendingavík og Geirabakarí buðu gestum heitt súkkulaði og smákökur.

Glæsileg flugeldasýning var í boði Borgarbyggðar þar sem Björgunarsveitin Brák og Björgunarsveitin Heiðar sáu um framkvæmdina líkt og fyrri ár. Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.

Borgarbyggð óskar Bjarka og öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju og vill að lokum koma á framfæri þökkum til Björgunarsveitar Brákar og Björgunarsveitar Heiðars, Kirkjukórs Borgarneskirkju, Englendingavík og Geirabakarí fyrir þeirra þátttöku í þrettándagleðinni.

 

Tengdar fréttir

2. desember, 2025
Fréttir

Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi

Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …

2. desember, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust á Mýrum 3.12

Vegna tenginga á nýju háspennukerfi verður rafmagnslaust á Mýrum þann 3. desember nk frá kl.11:00 til kl. 17:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Einnig er hægt að sjá kort af svæðinu hér.