9. janúar, 2024
Fréttir

Ljósm: Gunnhildur Lind photography

 

Jól­in voru kvödd á þrett­ándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar.

Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.  Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 stig í kjörinu.

Þrettándagleðin fór fram í Englendingavík. Þar stýrði Jónína Erna hópsöng með kirkjukór Borgarneskirkju & Englendingavík og Geirabakarí buðu gestum heitt súkkulaði og smákökur.

Glæsileg flugeldasýning var í boði Borgarbyggðar þar sem Björgunarsveitin Brák og Björgunarsveitin Heiðar sáu um framkvæmdina líkt og fyrri ár. Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.

Borgarbyggð óskar Bjarka og öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju og vill að lokum koma á framfæri þökkum til Björgunarsveitar Brákar og Björgunarsveitar Heiðars, Kirkjukórs Borgarneskirkju, Englendingavík og Geirabakarí fyrir þeirra þátttöku í þrettándagleðinni.

 

Tengdar fréttir

21. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl

Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …

20. nóvember, 2025
Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …