9. janúar, 2024
Fréttir

Ljósm: Gunnhildur Lind photography

 

Jól­in voru kvödd á þrett­ándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar.

Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.  Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 stig í kjörinu.

Þrettándagleðin fór fram í Englendingavík. Þar stýrði Jónína Erna hópsöng með kirkjukór Borgarneskirkju & Englendingavík og Geirabakarí buðu gestum heitt súkkulaði og smákökur.

Glæsileg flugeldasýning var í boði Borgarbyggðar þar sem Björgunarsveitin Brák og Björgunarsveitin Heiðar sáu um framkvæmdina líkt og fyrri ár. Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.

Borgarbyggð óskar Bjarka og öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju og vill að lokum koma á framfæri þökkum til Björgunarsveitar Brákar og Björgunarsveitar Heiðars, Kirkjukórs Borgarneskirkju, Englendingavík og Geirabakarí fyrir þeirra þátttöku í þrettándagleðinni.

 

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …