Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 11. desember 2023 – 31. mars 2024.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé með starfsemi í Borgarbyggð.
Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2023.
Skráningafrestur er til 15. nóvember n.k.
Skráning fer fram á netfanginu iris.gunnarsdottir@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.
Tengdar fréttir

Kvennaverkfall 2025
Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta
23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.