
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 11. desember 2023 – 31. mars 2024.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé með starfsemi í Borgarbyggð.
Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2023.
Skráningafrestur er til 15. nóvember n.k.
Skráning fer fram á netfanginu iris.gunnarsdottir@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.
Tengdar fréttir

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …