Starfsmenn áhaldahús Borgarbyggðar hafa unnið hörðum höndum í vikunni að koma upp jólaseríum á handrið beggja vegna á Borgarfjarðabrú. Nú er þetta glæsilega framtak tilbúið. Borgarbyggð þakkar Arion banka, Kaupfélag Borgfirðinga, Vegagerðinni og Veitum fyrir gott samstarf en án aðkomu þeirra hefði ekki tekist að lýsa upp Borgarfjarðarbrú fyrir þessi jól.
Ljósmyndir: Ómar Örn Ragnarsson

Tengdar fréttir

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl
Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …