Starfsmenn áhaldahús Borgarbyggðar hafa unnið hörðum höndum í vikunni að koma upp jólaseríum á handrið beggja vegna á Borgarfjarðabrú. Nú er þetta glæsilega framtak tilbúið. Borgarbyggð þakkar Arion banka, Kaupfélag Borgfirðinga, Vegagerðinni og Veitum fyrir gott samstarf en án aðkomu þeirra hefði ekki tekist að lýsa upp Borgarfjarðarbrú fyrir þessi jól.
Ljósmyndir: Ómar Örn Ragnarsson

Tengdar fréttir

Í skóginum búa litlar verur
Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð
Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl.16:30-19:00. Fyrir ketti kl. 19:15-20:15. 25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“ Klukkan 16:30-19:00. 2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Klukkan 17:00-19:00. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem …