Starfsmenn áhaldahús Borgarbyggðar hafa unnið hörðum höndum í vikunni að koma upp jólaseríum á handrið beggja vegna á Borgarfjarðabrú. Nú er þetta glæsilega framtak tilbúið. Borgarbyggð þakkar Arion banka, Kaupfélag Borgfirðinga, Vegagerðinni og Veitum fyrir gott samstarf en án aðkomu þeirra hefði ekki tekist að lýsa upp Borgarfjarðarbrú fyrir þessi jól.
Ljósmyndir: Ómar Örn Ragnarsson

Tengdar fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.