
Veitur hófu jarðhitaleit við Borgarnes fyrr á þessu ári en þá voru boraðar rannsóknarholur rétt fyrir utan Borgarnes.
Til að fá skýrari mynd af jarðhita á svæðinu er fyrirhugað að bora á 11 stöðum til viðbótar. Borað verður bæði í Borgarnesi og rétt fyrir utan bæinn í landi sveitarfélagsins og við Borg á Mýrum.
Veitur reka hitaveitu sem þjónar Borgarbyggð og nærsveitum. Eftirspurn eftir heitu vatni eykst stöðugt í takt við fjölgun íbúa. Heita vatnið í hitaveitunni kemur í dag frá Deildartunguhver. Við leitum nú að viðbótar lághitaauðlindum á svæðinu til að auka aflgetu hitaveitunnar og bæta rekstraröryggi hennar.
Ástæðan fyrir því að við viljum rannsaka betur í nágrenni Borgarnes er að vísbendingar eru um að þar sé að finna jarðhita nýtanlegan til húshitunar og við viljum kanna það nánar.
Borun hverrar holu tekur að jafnaði einn til þrjá daga og leitast verður við að halda ónæði í lágmarki og tryggja öryggi. Þetta eru grannar holur sem ná niður á 60 til 100 m dýpi. Þær eru boraðar með léttum bortækjum á beltum svo ekki er þörf á vegagerð eða sérstökum borplönum. Búist er við að rannsóknirnar hefjist næstu daga.
Rannsóknarholur sem þessar eru svokallaðar hitastigulsholur og eru fyrsta skrefið í jarðhitaleit. Gögnin sem fást úr holunum gefa til kynna hvort frekari leit sé æskileg með tilliti til nýtingar í hitaveitu.
Nánari upplýsingar má finna hér
Jarðhitaleit Borganes
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …