Borgarbyggð og Skorrdalshreppur boða sameiginlega til íbúafundar vegna óformlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Fundurinn fer fram í Brún kl. 18, fimmtudaginn 30. maí nk.
Öll velkomin.
Hérna kemur linkur á fundinn klukkan 18 í dag ef einhverjir vilja tengjast í gegnum Teams.
Með því að ýta á hér getur þú tengst fundinum.
Tengdar fréttir

Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi
Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …

Rafmagnslaust á Mýrum 3.12
Vegna tenginga á nýju háspennukerfi verður rafmagnslaust á Mýrum þann 3. desember nk frá kl.11:00 til kl. 17:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Einnig er hægt að sjá kort af svæðinu hér.