14. janúar, 2025
Tilkynningar

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til samráðsfundar í Hjálmakletti þann 23. janúar nk. kl. 20:00-21:30.

Á fundinum verður farið stuttlega yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi sameiningu.

Dagskrá:

1. Kynning á stöðu sameiningaviðræðna

2. Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir

Mögulegt verður að taka þátt í fundinum í Teams-fjarfundarkerfinu. Fjarfundargestum er bent á að ganga úr skugga um að hljóðnemi þeirra og myndavél virki fyrir fundinn svo þau geti tekið virkan þátt í vinnustofunni.

Smelltu hér til að tengjast fundinum eða skannaðu QR-kóðann.

Tengdar fréttir

17. janúar, 2025
Fréttir

Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar!

Íbúar geta nú bókað símtöl og viðtöl hjá ráðgjöfum og fulltrúum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Tímabókunarhnappurinn, merktur „Bóka viðtal“, er staðsettur ofarlega, vinstra megin á vefnum. Við hvetjum íbúa eindregið til að nýta sér þessa einföldu þjónustu. Smelltu hér til að bóka tíma:

15. janúar, 2025
Fréttir

Seinkun á söfnun rúlluplasts

Vegna bilana á bílum hjá Íslenska gámafélaginu verður seinkun á hirðingu á rúlluplasti. Vonast er til að komist verði í söfnun um helgina.