
Íbúar geta nú bókað símtöl, viðtöl og fundi hjá starfsmönnum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Um er að ræða nýja þjónustu í boði hjá sveitarfélaginu en fyrirkomulagið hefur þegar verið innleitt á skipulags- umhverfissvið, hjá starfsmönnum barnaverndar, félagsþjónustu og málefnum fatlaðra og hjá sveitarstjóra.
Ef óskað er eftir viðtali, fundi eða símtali við starfsmenn á því sviði er því skilvirkast að bóka beint í gegn um heimasíðuna. Starfsmenn hringja svo á tilskyldum tíma eða taka á móti gestum á fundi.
Tímabókunarhnappurinn er staðsettur á forsíðu heimasíðu Borgarbyggðar, merktur „Bóka viðtal“ (ofarlega, vinstra megin). Vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð ef frekari leiðbeininga er þörf.
Það er að sjálfsögðu enn hægt að hringja á opnunartímum og þá m.a. fá aðstoð við að nýta bókunarkerfið til að panta viðtöl eða fundi við starfsmenn.
Lagt er upp með að mögulegt verði að bóka símtöl og fundi (bæði á staðnum og í fjarfundarbúnaði) hjá öllum starfsmönnum Ráðhússins á þessu ári.
Við hvetjum íbúa til að nýta sér þessa einföldu og skilvirku þjónustu.
Tengdar fréttir

Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25
Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025. Vettvangsskoðun …

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.