17. janúar, 2025
Fréttir

Íbúar geta nú bókað símtöl, viðtöl og fundi hjá starfsmönnum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Um er að ræða nýja þjónustu í boði hjá sveitarfélaginu en fyrirkomulagið hefur þegar verið innleitt á skipulags- umhverfissvið, hjá starfsmönnum barnaverndar, félagsþjónustu og málefnum fatlaðra og hjá sveitarstjóra.

Ef óskað er eftir viðtali, fundi eða símtali við starfsmenn á því sviði er því skilvirkast að bóka beint í gegn um heimasíðuna. Starfsmenn hringja svo á tilskyldum tíma eða taka á móti gestum á fundi.

Tímabókunarhnappurinn er staðsettur á forsíðu heimasíðu Borgarbyggðar, merktur „Bóka viðtal“ (ofarlega, vinstra megin). Vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð ef frekari leiðbeininga er þörf.

Það er að sjálfsögðu enn hægt að hringja á opnunartímum og þá m.a. fá aðstoð við að  nýta bókunarkerfið til að panta viðtöl eða fundi við starfsmenn.

Lagt er upp með að mögulegt verði að bóka símtöl og fundi (bæði á staðnum og í fjarfundarbúnaði) hjá öllum starfsmönnum Ráðhússins á þessu ári.

Við hvetjum íbúa til að nýta sér þessa einföldu og skilvirku þjónustu.

Smelltu hér til að bóka tíma.

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …