Íbúar geta nú bókað símtöl, viðtöl og fundi hjá starfsmönnum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Um er að ræða nýja þjónustu í boði hjá sveitarfélaginu en fyrirkomulagið hefur þegar verið innleitt á skipulags- umhverfissvið, hjá starfsmönnum barnaverndar, félagsþjónustu og málefnum fatlaðra og hjá sveitarstjóra.
Ef óskað er eftir viðtali, fundi eða símtali við starfsmenn á því sviði er því skilvirkast að bóka beint í gegn um heimasíðuna. Starfsmenn hringja svo á tilskyldum tíma eða taka á móti gestum á fundi.
Tímabókunarhnappurinn er staðsettur á forsíðu heimasíðu Borgarbyggðar, merktur „Bóka viðtal“ (ofarlega, vinstra megin). Vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð ef frekari leiðbeininga er þörf.
Það er að sjálfsögðu enn hægt að hringja á opnunartímum og þá m.a. fá aðstoð við að nýta bókunarkerfið til að panta viðtöl eða fundi við starfsmenn.
Lagt er upp með að mögulegt verði að bóka símtöl og fundi (bæði á staðnum og í fjarfundarbúnaði) hjá öllum starfsmönnum Ráðhússins á þessu ári.
Við hvetjum íbúa til að nýta sér þessa einföldu og skilvirku þjónustu.
Tengdar fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl.17.00, verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en …