17. janúar, 2025
Fréttir

Íbúar geta nú bókað símtöl, viðtöl og fundi hjá starfsmönnum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Um er að ræða nýja þjónustu í boði hjá sveitarfélaginu en fyrirkomulagið hefur þegar verið innleitt á skipulags- umhverfissvið, hjá starfsmönnum barnaverndar, félagsþjónustu og málefnum fatlaðra og hjá sveitarstjóra.

Ef óskað er eftir viðtali, fundi eða símtali við starfsmenn á því sviði er því skilvirkast að bóka beint í gegn um heimasíðuna. Starfsmenn hringja svo á tilskyldum tíma eða taka á móti gestum á fundi.

Tímabókunarhnappurinn er staðsettur á forsíðu heimasíðu Borgarbyggðar, merktur „Bóka viðtal“ (ofarlega, vinstra megin). Vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð ef frekari leiðbeininga er þörf.

Það er að sjálfsögðu enn hægt að hringja á opnunartímum og þá m.a. fá aðstoð við að  nýta bókunarkerfið til að panta viðtöl eða fundi við starfsmenn.

Lagt er upp með að mögulegt verði að bóka símtöl og fundi (bæði á staðnum og í fjarfundarbúnaði) hjá öllum starfsmönnum Ráðhússins á þessu ári.

Við hvetjum íbúa til að nýta sér þessa einföldu og skilvirku þjónustu.

Smelltu hér til að bóka tíma.

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.