26. október, 2023
Fréttir

Á dögunum barst endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og gaman er að segja frá því að miðað við endurgreiðslu á landsvísu hafa íbúar í Borgarbyggð staðið sig afar vel í sorpflokkun. Fjórðu tunnunni var bætt við um mánaðarmótin maí/júní og því verður fróðlegt að sjá hvernig íbúum vegnar í flokkun í framhaldinu.

Sveitarfélagið hvetur íbúa til þess að halda áfram að flokka vel og nýta sér grenndarstöðvar fyrir endurvinnslu. Eftir því sem íbúar flokka meira verður endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hærri. Endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hefur bein áhrif á sorphirðugjöld íbúa í sveitarfélaginu.

Helstu upplýsingar um sorpflokkun, flokkunartöflur og grenndarstöðvar má nálgast hér.

Tengdar fréttir

16. janúar, 2026
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

15. janúar, 2026
Fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent

Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …