Á dögunum barst endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og gaman er að segja frá því að miðað við endurgreiðslu á landsvísu hafa íbúar í Borgarbyggð staðið sig afar vel í sorpflokkun. Fjórðu tunnunni var bætt við um mánaðarmótin maí/júní og því verður fróðlegt að sjá hvernig íbúum vegnar í flokkun í framhaldinu.
Sveitarfélagið hvetur íbúa til þess að halda áfram að flokka vel og nýta sér grenndarstöðvar fyrir endurvinnslu. Eftir því sem íbúar flokka meira verður endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hærri. Endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hefur bein áhrif á sorphirðugjöld íbúa í sveitarfélaginu.
Helstu upplýsingar um sorpflokkun, flokkunartöflur og grenndarstöðvar má nálgast hér.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.