Á dögunum barst endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og gaman er að segja frá því að miðað við endurgreiðslu á landsvísu hafa íbúar í Borgarbyggð staðið sig afar vel í sorpflokkun. Fjórðu tunnunni var bætt við um mánaðarmótin maí/júní og því verður fróðlegt að sjá hvernig íbúum vegnar í flokkun í framhaldinu.
Sveitarfélagið hvetur íbúa til þess að halda áfram að flokka vel og nýta sér grenndarstöðvar fyrir endurvinnslu. Eftir því sem íbúar flokka meira verður endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hærri. Endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hefur bein áhrif á sorphirðugjöld íbúa í sveitarfélaginu.
Helstu upplýsingar um sorpflokkun, flokkunartöflur og grenndarstöðvar má nálgast hér.
Tengdar fréttir

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett
Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja