
Á dögunum barst endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og gaman er að segja frá því að miðað við endurgreiðslu á landsvísu hafa íbúar í Borgarbyggð staðið sig afar vel í sorpflokkun. Fjórðu tunnunni var bætt við um mánaðarmótin maí/júní og því verður fróðlegt að sjá hvernig íbúum vegnar í flokkun í framhaldinu.
Sveitarfélagið hvetur íbúa til þess að halda áfram að flokka vel og nýta sér grenndarstöðvar fyrir endurvinnslu. Eftir því sem íbúar flokka meira verður endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hærri. Endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði hefur bein áhrif á sorphirðugjöld íbúa í sveitarfélaginu.
Helstu upplýsingar um sorpflokkun, flokkunartöflur og grenndarstöðvar má nálgast hér.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …