15. ágúst, 2025
Fréttir

Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu.

Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga á fundinum til að svara spurningum og taka þátt í umræðum.

Fundurinn verður sendur út í beinu streymi og verður vefslóð á streymið kynnt þegar nær dregur.

Björn Bjarki Þorsteinsson formaður Almannavarnanefndar Vesturlands setur fundinn.

Fundarstjóri verður Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Öll velkomin.

Tengdar fréttir

15. ágúst, 2025
Fréttir

Vinna við kantstein á Sæunnargötu 18.–21. ágúst

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á kantsteinum við Sæunnargötu verður unnið við götuna dagana mánudag 18. ágúst til fimmtudags 21. ágúst. Búast má við tímabundnum umferðartöfum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát meðan á framkvæmdum stendur.   Við þökkum íbúum og vegfarendum fyrir skilning og samvinnu.