Verkefnahópur um óformlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorradalshrepps boðar til íbúafunda í því skyni að eiga samráð við íbúa varðandi mögulegrar sameiningu sveitarfélaganna m.a. út frá styrkleikum, áskorunum og framtíðarsýn íbúa.
Fundirnir fara fram þann 28. febrúar næstkomandi
í Hjálmakletti, Borgarnesi kl. 17:00 – 19:00 fyrir íbúa Borgarbyggðar
Í félagsheimilinu Brún kl. 20:00 – 22:00 fyrir íbúa Skorradalshrepps
Fundirnir verða einnig í beinu streymi hér og verður hægt að senda ábendingar og fyrirspurnir í gegn um Slido.
Sjá nánar viðburð hér.
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …