Fræðslunámskeið fyrir foreldra.
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN
Þriðjudaginn 28.nóvember kl. 20 í Hjálmakletti verður Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN með fræðslu fyrir foreldra. Í fyrirlestrinum kemur Anna inná það hvernig við hjálpum barninu að hafa heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd? Hvernig við ýtum undir sjálfstraust, sjálfstæði, seiglu og góð samskipti hjá barninu. Hvernig við setjum mörk á uppbyggilegan hátt. Anna Steinsen er með meistaragráðu í tómstunda- og félagasmálafræði.
Hvetjum alla til að mæta á staðinn þar sem Anna Steinsen er líflegur og skemmtilegur fyrirlesari.
Hvenær: 28.nóvember 2023
Tímasetning: kl. 20:00
Staðsetning: Hjálmaklettur
Streymi: Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt? – 08.11.2023 kl. 20:00 – YouTube
Tengdar fréttir

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …