24. nóvember, 2023
Fréttir

 

Fræðslunámskeið fyrir foreldra.

Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN

Þriðjudaginn 28.nóvember kl. 20 í Hjálmakletti verður Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN með fræðslu fyrir foreldra. Í fyrirlestrinum kemur Anna inná það hvernig við hjálpum barninu að hafa heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd? Hvernig við ýtum undir sjálfstraust, sjálfstæði, seiglu og góð samskipti hjá barninu. Hvernig við setjum mörk á uppbyggilegan hátt. Anna Steinsen er með meistaragráðu í tómstunda- og félagasmálafræði.
Hvetjum alla til að mæta á staðinn þar sem Anna Steinsen er líflegur og skemmtilegur fyrirlesari.


Hvenær: 28.nóvember 2023
Tímasetning: kl. 20:00
Staðsetning: Hjálmaklettur

Streymi: Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt? – 08.11.2023 kl. 20:00 – YouTube

Auglýsing

Tengdar fréttir

22. janúar, 2025
Fréttir

Opnunarhátíð félagsstarfs eldri borgara – Karlarnir í skúrnum! Sólbakka 4.

Karlarnir í skúrnum opna í Borgarnesi! Við bjóðum þig velkominn á opnunarhátíð fimmtudaginn 23. janúar – stað þar sem karlar hittast, spjalla, gera við og smíða hluti og njóta félagskapar. Hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og sjá þessa gríðarlega góðu vinnu sem Aldan hefur lagt í þetta verkefni með ómetanlegri hjálp frá Skúla Ingvarssyni og Birgi Ásgeirssyni, …

21. janúar, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við Vallarás

Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 4 vikur.   Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.   Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …