
Fræðslunámskeið fyrir foreldra.
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN
Þriðjudaginn 28.nóvember kl. 20 í Hjálmakletti verður Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN með fræðslu fyrir foreldra. Í fyrirlestrinum kemur Anna inná það hvernig við hjálpum barninu að hafa heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd? Hvernig við ýtum undir sjálfstraust, sjálfstæði, seiglu og góð samskipti hjá barninu. Hvernig við setjum mörk á uppbyggilegan hátt. Anna Steinsen er með meistaragráðu í tómstunda- og félagasmálafræði.
Hvetjum alla til að mæta á staðinn þar sem Anna Steinsen er líflegur og skemmtilegur fyrirlesari.
Hvenær: 28.nóvember 2023
Tímasetning: kl. 20:00
Staðsetning: Hjálmaklettur
Streymi: Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt? – 08.11.2023 kl. 20:00 – YouTube
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …