24. nóvember, 2023
Fréttir

 

Fræðslunámskeið fyrir foreldra.

Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN

Þriðjudaginn 28.nóvember kl. 20 í Hjálmakletti verður Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN með fræðslu fyrir foreldra. Í fyrirlestrinum kemur Anna inná það hvernig við hjálpum barninu að hafa heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd? Hvernig við ýtum undir sjálfstraust, sjálfstæði, seiglu og góð samskipti hjá barninu. Hvernig við setjum mörk á uppbyggilegan hátt. Anna Steinsen er með meistaragráðu í tómstunda- og félagasmálafræði.
Hvetjum alla til að mæta á staðinn þar sem Anna Steinsen er líflegur og skemmtilegur fyrirlesari.


Hvenær: 28.nóvember 2023
Tímasetning: kl. 20:00
Staðsetning: Hjálmaklettur

Streymi: Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt? – 08.11.2023 kl. 20:00 – YouTube

Auglýsing

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.