
Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:
· Bifröst
· Varmaland
· Hvanneyri – BÚT-hús
· Kleppjárnsreykir – gryfjan við Litla-Berg.
Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847
Vakin skal athygli á því að gámar eru ekki fyrir úr sér gengin ökutæki!
Minnt er á 7.2.2.gr. byggingarreglugerðar:
Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.
Tengdar fréttir

263. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
263. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 263 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Samkeppni á meðal barna á Vesturlandi um heiti á Barnamenningarhátíð í landshlutanum haustið 2025.
Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland. Verðlaun! Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni …