Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma
Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð.
Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar yrði opnuð á nýju vegna vegavinnu við Heydalsveg frá og að Snæfellsnesvegi. Gert er ráð fyrir að taka 4000 rúmmetra efnis úr námunni sem yrði nýtt í malarslitlagsvinnu. Fyrirhuguð efnistaka er í samráði við landeigendur.
Breytingin telst óveruleg. Efnistökusvæðið ber einkenni af fyrra raski, svæðið er gróðursnautt, ekki er að finna þar menningar- eða náttúruminjar og umfang efnistökunnar er lítið. Náman hefur áhrif á fáa og á mjög takmörkuðu svæði en efnið nýtist í almannaþágu við endurbætur á vegum.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Tengdar fréttir
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!