21. maí, 2024
Tilkynningar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma

Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð.

Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar yrði opnuð á nýju vegna vegavinnu við Heydalsveg frá og að Snæfellsnesvegi. Gert er ráð fyrir að taka 4000 rúmmetra efnis úr námunni sem yrði nýtt í malarslitlagsvinnu. Fyrirhuguð efnistaka er í samráði við landeigendur.

Breytingin telst óveruleg. Efnistökusvæðið ber einkenni af fyrra raski, svæðið er gróðursnautt, ekki er að finna þar menningar- eða náttúruminjar og umfang efnistökunnar er lítið. Náman hefur áhrif á fáa og á mjög takmörkuðu svæði en efnið nýtist í almannaþágu við endurbætur á vegum.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagsbreyting í skipulagsgátt

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.