21. maí, 2024
Tilkynningar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma

Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð.

Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar yrði opnuð á nýju vegna vegavinnu við Heydalsveg frá og að Snæfellsnesvegi. Gert er ráð fyrir að taka 4000 rúmmetra efnis úr námunni sem yrði nýtt í malarslitlagsvinnu. Fyrirhuguð efnistaka er í samráði við landeigendur.

Breytingin telst óveruleg. Efnistökusvæðið ber einkenni af fyrra raski, svæðið er gróðursnautt, ekki er að finna þar menningar- eða náttúruminjar og umfang efnistökunnar er lítið. Náman hefur áhrif á fáa og á mjög takmörkuðu svæði en efnið nýtist í almannaþágu við endurbætur á vegum.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagsbreyting í skipulagsgátt

Tengdar fréttir

24. nóvember, 2025
Fréttir

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025

Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta  í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …

21. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl

Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …