21. maí, 2024
Tilkynningar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma

Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð.

Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar yrði opnuð á nýju vegna vegavinnu við Heydalsveg frá og að Snæfellsnesvegi. Gert er ráð fyrir að taka 4000 rúmmetra efnis úr námunni sem yrði nýtt í malarslitlagsvinnu. Fyrirhuguð efnistaka er í samráði við landeigendur.

Breytingin telst óveruleg. Efnistökusvæðið ber einkenni af fyrra raski, svæðið er gróðursnautt, ekki er að finna þar menningar- eða náttúruminjar og umfang efnistökunnar er lítið. Náman hefur áhrif á fáa og á mjög takmörkuðu svæði en efnið nýtist í almannaþágu við endurbætur á vegum.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagsbreyting í skipulagsgátt

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.