14. júlí, 2023
Fréttir

Þann 17. júní sl. tilkynnti sveitarfélagið í fyrsta skipti vali á Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023.  Að þessu sinni var það Gunnhildur Lind Hansdóttir sem hlaut nafnbótina.

Gunnhildur Lind er Borgnesingur í húð og hár og er ljósmyndari. Árið 2018 útskrifaðist Gunnhildur af ljósmyndabraut frá Tækniskólanum og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Verk Gunnhildar eru vel kunnug en hún hefur í gegnum árin fangað skemmtileg og falleg augnablik í Borgarbyggð. Má þar helst nefna stóra viðburði á leikjum Skallagríms, kveðjustundir og svo hefur Gunnhildur einstakt lag á að fanga náttúru sveitarfélagsins í allri sinni dýrð.

Verk Gunnhildar eru mikilvæg í skrásetningu sögu sveitarfélagsins, jákvæðni hennar og útgeislun smitar út frá sér í myndatökum og á hennar miðlum. Borgarbyggð hvetur alla til að fylgja Gunnhildi á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir reglulega verkum sínum og skemmtilegum fróðleiksmolum um sveitarfélagið.

Gunnhildur tekur að sér fjölskyldu- og brúðkaupsljósmyndun ásamt því að þjónusta fyrirtæki með markaðsmyndum og myndum af starfsfólki. Netfangið hennar er gunnhildurlind@gmail.com

Borgarbyggð óskar Gunnhildi innilega til hamingju með nafnbótina.

 

 

 

Ljósmynd: Gunnhildur Lind Hansdóttir

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.