Þann 17. júní sl. tilkynnti sveitarfélagið í fyrsta skipti vali á Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023. Að þessu sinni var það Gunnhildur Lind Hansdóttir sem hlaut nafnbótina.
Gunnhildur Lind er Borgnesingur í húð og hár og er ljósmyndari. Árið 2018 útskrifaðist Gunnhildur af ljósmyndabraut frá Tækniskólanum og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Verk Gunnhildar eru vel kunnug en hún hefur í gegnum árin fangað skemmtileg og falleg augnablik í Borgarbyggð. Má þar helst nefna stóra viðburði á leikjum Skallagríms, kveðjustundir og svo hefur Gunnhildur einstakt lag á að fanga náttúru sveitarfélagsins í allri sinni dýrð.
Verk Gunnhildar eru mikilvæg í skrásetningu sögu sveitarfélagsins, jákvæðni hennar og útgeislun smitar út frá sér í myndatökum og á hennar miðlum. Borgarbyggð hvetur alla til að fylgja Gunnhildi á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir reglulega verkum sínum og skemmtilegum fróðleiksmolum um sveitarfélagið.
Gunnhildur tekur að sér fjölskyldu- og brúðkaupsljósmyndun ásamt því að þjónusta fyrirtæki með markaðsmyndum og myndum af starfsfólki. Netfangið hennar er gunnhildurlind@gmail.com
Borgarbyggð óskar Gunnhildi innilega til hamingju með nafnbótina.
Ljósmynd: Gunnhildur Lind Hansdóttir
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.