
Þann 17. júní sl. tilkynnti sveitarfélagið í fyrsta skipti vali á Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023. Að þessu sinni var það Gunnhildur Lind Hansdóttir sem hlaut nafnbótina.
Gunnhildur Lind er Borgnesingur í húð og hár og er ljósmyndari. Árið 2018 útskrifaðist Gunnhildur af ljósmyndabraut frá Tækniskólanum og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Verk Gunnhildar eru vel kunnug en hún hefur í gegnum árin fangað skemmtileg og falleg augnablik í Borgarbyggð. Má þar helst nefna stóra viðburði á leikjum Skallagríms, kveðjustundir og svo hefur Gunnhildur einstakt lag á að fanga náttúru sveitarfélagsins í allri sinni dýrð.
Verk Gunnhildar eru mikilvæg í skrásetningu sögu sveitarfélagsins, jákvæðni hennar og útgeislun smitar út frá sér í myndatökum og á hennar miðlum. Borgarbyggð hvetur alla til að fylgja Gunnhildi á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir reglulega verkum sínum og skemmtilegum fróðleiksmolum um sveitarfélagið.
Gunnhildur tekur að sér fjölskyldu- og brúðkaupsljósmyndun ásamt því að þjónusta fyrirtæki með markaðsmyndum og myndum af starfsfólki. Netfangið hennar er gunnhildurlind@gmail.com
Borgarbyggð óskar Gunnhildi innilega til hamingju með nafnbótina.
Ljósmynd: Gunnhildur Lind Hansdóttir
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …