
Þann 17. júní sl. tilkynnti sveitarfélagið í fyrsta skipti vali á Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023. Að þessu sinni var það Gunnhildur Lind Hansdóttir sem hlaut nafnbótina.
Gunnhildur Lind er Borgnesingur í húð og hár og er ljósmyndari. Árið 2018 útskrifaðist Gunnhildur af ljósmyndabraut frá Tækniskólanum og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Verk Gunnhildar eru vel kunnug en hún hefur í gegnum árin fangað skemmtileg og falleg augnablik í Borgarbyggð. Má þar helst nefna stóra viðburði á leikjum Skallagríms, kveðjustundir og svo hefur Gunnhildur einstakt lag á að fanga náttúru sveitarfélagsins í allri sinni dýrð.
Verk Gunnhildar eru mikilvæg í skrásetningu sögu sveitarfélagsins, jákvæðni hennar og útgeislun smitar út frá sér í myndatökum og á hennar miðlum. Borgarbyggð hvetur alla til að fylgja Gunnhildi á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir reglulega verkum sínum og skemmtilegum fróðleiksmolum um sveitarfélagið.
Gunnhildur tekur að sér fjölskyldu- og brúðkaupsljósmyndun ásamt því að þjónusta fyrirtæki með markaðsmyndum og myndum af starfsfólki. Netfangið hennar er gunnhildurlind@gmail.com
Borgarbyggð óskar Gunnhildi innilega til hamingju með nafnbótina.
Ljósmynd: Gunnhildur Lind Hansdóttir
Tengdar fréttir

Starfamessa 2025
Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst …

Leikskólabörn heimsækja ráðhúsið
Ráðhúsið fékk skemmtilega heimsókn frá flottum hópi barna úr leikskólanum Ugluklett í gær. En heimsókn þessi er hluti af verkefni þar sem þau brjóta upp daglegt starf og heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Heimsóknin nýttist til að sýna þeim frá daglegu starfi í ráðhúsinu en fyrst og fremst að eiga við þau samtal og heyra þeirra skoðanir, sem þóttu sterkar og …