3. október, 2024
Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október.

Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. Ólafsdóttir ráðgjafar hjá KPMG kynna skýrsluna.

SSV fól KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi.  Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga í landshlutanum og er þeim skipt upp í fjögur svæði.  Í upphafi skýrslunnar er farið yfir skilgreiningu á sjálfbæru atvinnusvæði og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að geta talist umhverfislega sjálfbær.  Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni á ýmsum gögnum.  Í lok skýrslunnar eru dregin saman hvar liggja helstu sóknarfæri svæðisins með hliðsjón af sjálfbærni atvinnulífs.

Öll velkomin!

Skýrsla: Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi

Skráningu lýkur sunnudaginn 6. október kl. 16:00

SKRÁNING Á FUNDINN

Tengdar fréttir

17. desember, 2024
Fréttir

Mokstur gatna og gangstétta á Þorsteinsgötu og Kjartansgötu

Íbúar Þorsteinsgötu og Kjartansgötu eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum þar sem má leggja og þannig að hægt sé að moka greiðlega götur og gangstéttar.

16. desember, 2024
Fréttir

Opnunartími yfir hátíðarnar á móttökustöðinni fyrir úrgang að Sólbakka 12

24., 25., 26. desember er lokað 31. desember lokað 1. janúar lokað Venjuleg opnun aðra daga.