3. október, 2024
Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október.

Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. Ólafsdóttir ráðgjafar hjá KPMG kynna skýrsluna.

SSV fól KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi.  Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga í landshlutanum og er þeim skipt upp í fjögur svæði.  Í upphafi skýrslunnar er farið yfir skilgreiningu á sjálfbæru atvinnusvæði og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að geta talist umhverfislega sjálfbær.  Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni á ýmsum gögnum.  Í lok skýrslunnar eru dregin saman hvar liggja helstu sóknarfæri svæðisins með hliðsjón af sjálfbærni atvinnulífs.

Öll velkomin!

Skýrsla: Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi

Skráningu lýkur sunnudaginn 6. október kl. 16:00

SKRÁNING Á FUNDINN

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.