3. október, 2024
Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október.

Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. Ólafsdóttir ráðgjafar hjá KPMG kynna skýrsluna.

SSV fól KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi.  Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga í landshlutanum og er þeim skipt upp í fjögur svæði.  Í upphafi skýrslunnar er farið yfir skilgreiningu á sjálfbæru atvinnusvæði og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að geta talist umhverfislega sjálfbær.  Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni á ýmsum gögnum.  Í lok skýrslunnar eru dregin saman hvar liggja helstu sóknarfæri svæðisins með hliðsjón af sjálfbærni atvinnulífs.

Öll velkomin!

Skýrsla: Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi

Skráningu lýkur sunnudaginn 6. október kl. 16:00

SKRÁNING Á FUNDINN

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …