
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi. Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október.
Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. Ólafsdóttir ráðgjafar hjá KPMG kynna skýrsluna.
SSV fól KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga í landshlutanum og er þeim skipt upp í fjögur svæði. Í upphafi skýrslunnar er farið yfir skilgreiningu á sjálfbæru atvinnusvæði og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að geta talist umhverfislega sjálfbær. Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni á ýmsum gögnum. Í lok skýrslunnar eru dregin saman hvar liggja helstu sóknarfæri svæðisins með hliðsjón af sjálfbærni atvinnulífs.
Öll velkomin!
Skýrsla: Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Skráningu lýkur sunnudaginn 6. október kl. 16:00
SKRÁNING Á FUNDINN
Tengdar fréttir

Starfamessa 2025
Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst …

Leikskólabörn heimsækja ráðhúsið
Ráðhúsið fékk skemmtilega heimsókn frá flottum hópi barna úr leikskólanum Ugluklett í gær. En heimsókn þessi er hluti af verkefni þar sem þau brjóta upp daglegt starf og heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Heimsóknin nýttist til að sýna þeim frá daglegu starfi í ráðhúsinu en fyrst og fremst að eiga við þau samtal og heyra þeirra skoðanir, sem þóttu sterkar og …