
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi. Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október.
Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. Ólafsdóttir ráðgjafar hjá KPMG kynna skýrsluna.
SSV fól KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga í landshlutanum og er þeim skipt upp í fjögur svæði. Í upphafi skýrslunnar er farið yfir skilgreiningu á sjálfbæru atvinnusvæði og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að geta talist umhverfislega sjálfbær. Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni á ýmsum gögnum. Í lok skýrslunnar eru dregin saman hvar liggja helstu sóknarfæri svæðisins með hliðsjón af sjálfbærni atvinnulífs.
Öll velkomin!
Skýrsla: Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Skráningu lýkur sunnudaginn 6. október kl. 16:00
SKRÁNING Á FUNDINN
Tengdar fréttir

Sameingakosning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Talning atkvæða fer fram þegar að öllum kjörstöðum hefur verið lokað þann 20.september 2025 og búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði. Taling hefst kl 19 í Hjálmakletti þann sama dag. Úrslit verða birt að talningu lokinni.

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.