Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi. Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október.
Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. Ólafsdóttir ráðgjafar hjá KPMG kynna skýrsluna.
SSV fól KPMG að gera greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga í landshlutanum og er þeim skipt upp í fjögur svæði. Í upphafi skýrslunnar er farið yfir skilgreiningu á sjálfbæru atvinnusvæði og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að geta talist umhverfislega sjálfbær. Skýrslan byggir á viðtölum við aðila á svæðinu auk rýni á ýmsum gögnum. Í lok skýrslunnar eru dregin saman hvar liggja helstu sóknarfæri svæðisins með hliðsjón af sjálfbærni atvinnulífs.
Öll velkomin!
Skýrsla: Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Skráningu lýkur sunnudaginn 6. október kl. 16:00
SKRÁNING Á FUNDINN
Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …