12. september, 2024
Fréttir

Borgarbyggð styrkir tómstundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 0-18 ára sem eiga lögheimili í Borgarbyggð. Börn 6-18 ára eiga rétt á 40.000 kr á ári en börn 0-5 ára eiga rétt á 14.000 krónum.

Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í skipulögðu íþrótta – lista og tómstundastarfi og að öll börn 0-18 ára geta tekið þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Borgarbyggð vill með þessu ýta undir aukna hreyfingu og virkni í félagsþátttöku 0-18 ára barna.

Frístundastyrk er ráðstafað rafrænt í gegnum t.d abler.is en ef það stendur ekki til boða er hægt að koma með kvittun eða nótu fyrir námskeiðskaupunum á skrifstofu Borgarbyggðar og mun styrkurinn vera millifærður á forsjáraðilla.

Ef þið hafið frekari spurningar er hægt að senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða senda inn fyrirspurn á netspjall Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is.

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …