12. september, 2024
Fréttir

Borgarbyggð styrkir tómstundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 0-18 ára sem eiga lögheimili í Borgarbyggð. Börn 6-18 ára eiga rétt á 40.000 kr á ári en börn 0-5 ára eiga rétt á 14.000 krónum.

Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í skipulögðu íþrótta – lista og tómstundastarfi og að öll börn 0-18 ára geta tekið þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Borgarbyggð vill með þessu ýta undir aukna hreyfingu og virkni í félagsþátttöku 0-18 ára barna.

Frístundastyrk er ráðstafað rafrænt í gegnum t.d abler.is en ef það stendur ekki til boða er hægt að koma með kvittun eða nótu fyrir námskeiðskaupunum á skrifstofu Borgarbyggðar og mun styrkurinn vera millifærður á forsjáraðilla.

Ef þið hafið frekari spurningar er hægt að senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða senda inn fyrirspurn á netspjall Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.