12. september, 2024
Fréttir

Borgarbyggð styrkir tómstundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 0-18 ára sem eiga lögheimili í Borgarbyggð. Börn 6-18 ára eiga rétt á 40.000 kr á ári en börn 0-5 ára eiga rétt á 14.000 krónum.

Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í skipulögðu íþrótta – lista og tómstundastarfi og að öll börn 0-18 ára geta tekið þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Borgarbyggð vill með þessu ýta undir aukna hreyfingu og virkni í félagsþátttöku 0-18 ára barna.

Frístundastyrk er ráðstafað rafrænt í gegnum t.d abler.is en ef það stendur ekki til boða er hægt að koma með kvittun eða nótu fyrir námskeiðskaupunum á skrifstofu Borgarbyggðar og mun styrkurinn vera millifærður á forsjáraðilla.

Ef þið hafið frekari spurningar er hægt að senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða senda inn fyrirspurn á netspjall Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is.

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!