Borgarbyggð styrkir tómstundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 0-18 ára sem eiga lögheimili í Borgarbyggð. Börn 6-18 ára eiga rétt á 40.000 kr á ári en börn 0-5 ára eiga rétt á 14.000 krónum.
Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í skipulögðu íþrótta – lista og tómstundastarfi og að öll börn 0-18 ára geta tekið þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Borgarbyggð vill með þessu ýta undir aukna hreyfingu og virkni í félagsþátttöku 0-18 ára barna.
Frístundastyrk er ráðstafað rafrænt í gegnum t.d abler.is en ef það stendur ekki til boða er hægt að koma með kvittun eða nótu fyrir námskeiðskaupunum á skrifstofu Borgarbyggðar og mun styrkurinn vera millifærður á forsjáraðilla.
Ef þið hafið frekari spurningar er hægt að senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða senda inn fyrirspurn á netspjall Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.