
Friðlýsing Borgarneskirkju, fer fram þann 9. maí 2024
Borgarneskirkja, messa kl. 11:00
Borgarneskirkja, kl. 14:00
- Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
- Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti.
- Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna.
- Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður leyfir).
- Gengið/ekið til Safnahúss að athöfn lokinni
Safnahúsið
- Léttar kaffiveitingar í sal Safnahússins (Bjarnarbraut 4-6) að lokinni athöfn
- Samhliða því er gert ráð fyrir myndasýningu á vegum Safnahússins á sjónvarpsskjá – en þar verða myndir af kirkjunni úr ýmsum áttum í forgrunni
- Auk þess er gert ráð fyrir að gestir geti skoðað ljósmyndir af nokkrum teikningum Halldórs H. Jónssonar af Borgarneskirkju í Safnahúsinu og munu þær vera áfram til sýnis þar til 30. maí.
Birt með fyrirvara um breytingar
Tengdar fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri
Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …