Friðlýsing Borgarneskirkju, fer fram þann 9. maí 2024
Borgarneskirkja, messa kl. 11:00
Borgarneskirkja, kl. 14:00
- Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
- Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti.
- Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna.
- Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður leyfir).
- Gengið/ekið til Safnahúss að athöfn lokinni
Safnahúsið
- Léttar kaffiveitingar í sal Safnahússins (Bjarnarbraut 4-6) að lokinni athöfn
- Samhliða því er gert ráð fyrir myndasýningu á vegum Safnahússins á sjónvarpsskjá – en þar verða myndir af kirkjunni úr ýmsum áttum í forgrunni
- Auk þess er gert ráð fyrir að gestir geti skoðað ljósmyndir af nokkrum teikningum Halldórs H. Jónssonar af Borgarneskirkju í Safnahúsinu og munu þær vera áfram til sýnis þar til 30. maí.
Birt með fyrirvara um breytingar
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …