Friðlýsing Borgarneskirkju, fer fram þann 9. maí 2024
Borgarneskirkja, messa kl. 11:00
Borgarneskirkja, kl. 14:00
- Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
- Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti.
- Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna.
- Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður leyfir).
- Gengið/ekið til Safnahúss að athöfn lokinni
Safnahúsið
- Léttar kaffiveitingar í sal Safnahússins (Bjarnarbraut 4-6) að lokinni athöfn
- Samhliða því er gert ráð fyrir myndasýningu á vegum Safnahússins á sjónvarpsskjá – en þar verða myndir af kirkjunni úr ýmsum áttum í forgrunni
- Auk þess er gert ráð fyrir að gestir geti skoðað ljósmyndir af nokkrum teikningum Halldórs H. Jónssonar af Borgarneskirkju í Safnahúsinu og munu þær vera áfram til sýnis þar til 30. maí.
Birt með fyrirvara um breytingar
Tengdar fréttir
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!