3. maí, 2024
Fréttir

Friðlýsing Borgarneskirkju, fer fram þann 9. maí 2024

Borgarneskirkja, messa kl. 11:00

Borgarneskirkja, kl. 14:00

  • Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
  • Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti.
  • Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna.
  • Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður leyfir).
  • Gengið/ekið til Safnahúss að athöfn lokinni

Safnahúsið

  • Léttar kaffiveitingar í sal Safnahússins (Bjarnarbraut 4-6) að lokinni athöfn
  • Samhliða því er gert ráð fyrir myndasýningu á vegum Safnahússins á sjónvarpsskjá – en þar verða myndir af kirkjunni úr ýmsum áttum í forgrunni
  • Auk þess er gert ráð fyrir að gestir geti skoðað ljósmyndir af nokkrum teikningum Halldórs H. Jónssonar af Borgarneskirkju í Safnahúsinu og munu þær vera áfram til sýnis þar til 30. maí.

 

Birt með fyrirvara um breytingar

Tengdar fréttir

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.

22. október, 2025
Fréttir

Vel heppnaðir íbúafundir um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar

Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var …