Friðlýsing Borgarneskirkju, fer fram þann 9. maí 2024
Borgarneskirkja, messa kl. 11:00
Borgarneskirkja, kl. 14:00
- Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
- Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti.
- Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna.
- Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður leyfir).
- Gengið/ekið til Safnahúss að athöfn lokinni
Safnahúsið
- Léttar kaffiveitingar í sal Safnahússins (Bjarnarbraut 4-6) að lokinni athöfn
- Samhliða því er gert ráð fyrir myndasýningu á vegum Safnahússins á sjónvarpsskjá – en þar verða myndir af kirkjunni úr ýmsum áttum í forgrunni
- Auk þess er gert ráð fyrir að gestir geti skoðað ljósmyndir af nokkrum teikningum Halldórs H. Jónssonar af Borgarneskirkju í Safnahúsinu og munu þær vera áfram til sýnis þar til 30. maí.
Birt með fyrirvara um breytingar
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.