4. júní, 2024
Fréttir

Framundan eru áframhaldandi endurbætur á Borgarbraut í framhaldi af þeim hluta sem nú hefur verið malbikaður. Á næstu dögum/vikum er áætlað að endurnýja yfirborð á kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu og um 75 m.í norðaustur (sjá mynd). Framkvæmdin er í raun tvíþætt, annars vegar verður yfirborð fræst upp og hins vegar verður yfirborð malbikað. Hvor framkvæmd mun taka bróðupart úr degi. Því verður um að ræða tvær lokanir, hvor fyrir sig um 5-7 klst yfir daginn. Á meðan á lokun stendur verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja með vissu hvenær framkvæmdir hefjast þar þar sem veðrátta næstu daga hentar mögulega ekki til malbiksvinnu.

Í liðinni viku var gengið frá kantsteini við Borgarbraut og er undirverktaki nú í startholunum við að byrja hellulögn á gangstéttum

Það eru því heilmiklar gatnaframkvæmdir í neðri bæ Borgarness þessa dagana en framkvæmdir við endurnýjun Sæunnargötu eru sem kunnugt er hafnar.

Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram um að sýna tillitsemi og varkárni.

Um er að ræða miklar endurbætur aðalgötu Borgarness og aðkomu inn og út úr eldri bænum og mikil tilhlökkun eftir því að endurbótum verði lokið.

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!