
Framundan eru áframhaldandi endurbætur á Borgarbraut í framhaldi af þeim hluta sem nú hefur verið malbikaður. Á næstu dögum/vikum er áætlað að endurnýja yfirborð á kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu og um 75 m.í norðaustur (sjá mynd). Framkvæmdin er í raun tvíþætt, annars vegar verður yfirborð fræst upp og hins vegar verður yfirborð malbikað. Hvor framkvæmd mun taka bróðupart úr degi. Því verður um að ræða tvær lokanir, hvor fyrir sig um 5-7 klst yfir daginn. Á meðan á lokun stendur verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja með vissu hvenær framkvæmdir hefjast þar þar sem veðrátta næstu daga hentar mögulega ekki til malbiksvinnu.
Í liðinni viku var gengið frá kantsteini við Borgarbraut og er undirverktaki nú í startholunum við að byrja hellulögn á gangstéttum
Það eru því heilmiklar gatnaframkvæmdir í neðri bæ Borgarness þessa dagana en framkvæmdir við endurnýjun Sæunnargötu eru sem kunnugt er hafnar.
Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram um að sýna tillitsemi og varkárni.
Um er að ræða miklar endurbætur aðalgötu Borgarness og aðkomu inn og út úr eldri bænum og mikil tilhlökkun eftir því að endurbótum verði lokið.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …